fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Læknir deilir ótrúlegum ástæðum fyrir því að typpi minnka

Fókus
Sunnudaginn 22. september 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærð getnaðarlima er mörgum mönnum hugleikinn og er stundum tekið svo til orða að fáir spái jafn mikið í typpastærð og gagnkynhneigðir karlmenn, og það þó að ítrekað sé bent á að stærðin jafngildi ekki bólfimi, göndull trompar ekki getu.

Svo er líka erfitt að breyta typpastærð sinni, í það minnsta án aðstoðar læknavísinda, svo það er best að sætta sig við sinn hlut. Í það minnsta hvað varðar þá sem vilja sjá lim sinn stærri. Fyrir þá sem vilja sjá lim sinn minni, eða vilja koma í veg fyrir að hann minnki, þá er gott að hafa í huga það sem vísindin hafa sýnt fram á að dragi úr drjólanum.

Þvagfæra- og frjósemislæknirinn Mary Samplaski ræddi við DailyMail um hvað geti minnkað getnaðarlimi.

„Það eru í raun engin læknisfræðileg tól til að mæla rýrnun typpastærðar. Það sem við vitum er þó að reykingar og aldur geta dregið úr framleiðslu testósteróns,“ segir Samplaski en um er að ræða kynhormón sem leikur mikilvægt hlutverk í holdrisi og kynhvöt.

Reykingar geti valdið því að æðar þrengjast sem gerir líkamanum erfiðara fyrir að dæla blóði til getnaðarlims. Þetta getur valdið aumari standpínu og komið í veg fyrir að hægt sé að viðhalda holdrisinu. Ef karlmenn veita því eftirtekt að limur þeirra er minni og þeir eigi við risvandamál að glíma – þá getur það verið merki um hjartasjúkdóms.

Samplaski bendir á að þyngd geti eins haft áhrif á typpastærðina. Það eru ensím í fitu sem breyta testósteróni yfir í estrógen sem er kvenkynhormón. Þetta geti valdið því að typpið fær ekki nóg testósterón og getur það þá minnkað.

Fita geti eins valdið því að typpið virðist vera minna. Kviðfita getur valdið því að typpið dregst meira inn í líkamann eða hreinlega hulið neðsta hluta limsins.

Samplaski bendir á að eins geti, ótrúlegt en satt, of mikið kynlíf valdið því að typpið minnkar. Kynlíf geti valdið vægum áverkum á liminn. Þessir áverkar valdi því að ör myndast, vefurinn í typpinu verður þá minna teygjanlegur og þar með minnkar félaginn bæði í hvíldarstöðu sem og í fullri reisn.

Kuldi getur líka valdið því að blóðið forðar sér frá limnum til að huga betur að mikilvægari líffærum. Þetta valdi ástandi sem kallast vetrarlimur en slíkt ástand er árstíðabundið og gengur til baka þegar hitnar.

Eins getur aldurinn leikið liminn grátt. Typpi og eistu minnka með hækkuðum lífaldri þegar æðakerfið fer að ryðga. Með hækkuðum aldri geta risvandamál farið að gera vart við sig en viðvarandi risvandi getur valdið því að limurinn minnkar þar sem dregur úr teygjanleika.

Þvagfæraprófessorinn Leslie Deane bendir á að ekki sé hægt að koma í veg fyrir allt sem að framan er rakið, en gott ráð sé þó að stunda reglulega hreyfingu til að hvetja líkamann til að viðhalda testósteróni og til að hvetja æðakerfið til dáða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl