fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Skammaði blaðamann fyrir að kalla mótleikara hans ófreskju

Fókus
Föstudaginn 20. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Sebastian Stan skammaði blaðamann fyrir að hafa notað niðrandi orð til að lýsa meðleikara hans úr kvikmyndinni A Different Man.

Sebastian sat fyrir svörum á kvikmyndahátíð i Berlín í febrúar. Þar spurði blaðamaður: „Hvað heldurðu að gerist eftir umbreytinguna frá þessari svokölluð ófreskju, eins og hann er kallaður, yfir í hinn fullkomna mann?“

Þar vísaði blaðamaður til meðleikara Sebastian, Adam Pearson, sem fer með hlutverk í myndinni. Pearson glímir við taugatrefjaæxlager (e. neurofibromatosis) líkt og persóna hans í myndinni, en um er að ræða erfðasjúkdóm sem einkennist meðal annars af góðkynja bandvefsæxlum, þykkildum og hnútum sem geta komið fram víða um líkamann.

Sebastian hélt stillingu sinni en skammaði blaðamann með kurteisum hætti fyrir orðavalið. „Ég verð að skamma þig fyrir þetta orðaval,“ sagði Sebastian. „Ég hugsa að þetta sé einmitt ástæðan hvers vegna þessi mynd er mikilvæg því við þekkjum ekki réttu orðin.“

Sebastian tók þó sérstaklega fram að hann væri að taka orðum blaðamanns með þeim fyrirvara að mögulega vakti ekkert illt fyrir honum heldur aðeins um tungumálaörðugleika að ræða, en blaðamaðurinn var þýskur. „En þú hlýtur samt að vita að ófreskja er ekki rétta orðið.“

Þessi orðaskipti leikarans og blaðamanns vöktu aftur athygli í vikunni þar sem von er á myndinni í kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Sebastian lýsti því í viðtali við Variety á miðvikudaginn hvernig hann hafi fengið nasaþefinn af því sem Pearson gengur í gegnum daglega við töku myndarinnar.

Myndin fjallar um mann með taugatrefjaæxlager sem gengst undir lýtaaðgerð til að losna við æxlin. Síðan fær hann annan mann sem glímir við sjúkdóminn á heilann, en sá maður er leikinn af Pearson.

Því þurfti Sebastian að vera með farða á sér helming myndarinnar þar sem líkt var eftir taugatrefjaæxlum. Hann prófaði að ganga um New York borg í gervinu og sá þá hvernig fólk stoppaði og starði á hann. Fólk hafi tekið myndir í hans óþökk og margir hreinlega bentu á hann. Hann ræddi líka við móður Pearson til að undirbúa sig fyrir hlutverkið og reyna að fá innsýn í lífið með taugatrefjaæxlager.

„Hún sagði við mig: Það eina sem ég hef nokkurn tímann viljað er að einhver gangi einn dag í hans skóm.“

Pearson var greindur með sjúkdóminn fimm ára gamall og æxli fóru að vaxa á andliti hans nokkrum árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl