fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

„Óþægilegt og krípí“ myndband af Diddy með ungum Justin Bieber dregið aftur fram í dagsljósið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. september 2024 12:29

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamalt myndband af rapparanum Sean „Diddy“ Combs og söngvaranum Justin Bieber hefur verið dregið aftur fram í dagsljósið og hefur vakið mikinn óhug meðal fólks.

Diddy gæti átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér vegna gruns um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Rapparinn var handtekinn í New York á mánudag eftir að niðurstaða ákærudómstóls lá fyrir.

Sjá einnig: Skuggaleg hegðun Sean Combs:Margra daga orgíur, barnaolía í lítravís og vökvi í æð

Netverjar lýsa myndbandinu af Diddy og Bieber sem „óþægilegu“ og „krípí. Bieber var fimmtán ára og Diddy var 40 ára.

Í myndbandinu beinir Diddy orðum sínum að myndavélinni: „Hann ætlar að eyða 48 tímum með Diddy, við ætlum að hanga og gera hluti sem við getum ekki beint sagt frá. Þetta verður draumur hvers 15 ára drengs. Ég hef fengið umsjá yfir honum. Hann er á skrá hjá Usher og ég var með forræði yfir Usher þegar hann gaf út fyrstu plötuna sína. Ég er lagalega séð ekki með forræði yfir [Bieber] en hann verður með mér næstu 48 tímana og við ætlum að missa okkur.“

@dailymailau The video comes amid claims Bieber has ‘shut down’ after his mentor’s arrest #bieber #bieberfever #biebertiktok #justinbieber #diddy #rappers #disturbing #creepy #dailymail #fyp #australia ♬ original sound – Daily Mail Australia

Eins og fyrr segir hefur myndbandið vakinn mikinn óhug vegna allra þeirra ásakanna á hendur Diddy.

„Fullorðinn Diddy með 15 ára Justin Bieber að tala um að djamma saman. Sjáið bara hvað Justin líður óþægilega.“

Sjá einnig: Meint dagbók Kim Porter varpar óhugnanlegu ljósi á lífið með rapparanum – „Hommapartíin voru eitt, en ungu drengirnir…“

Í uppnámi

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gærkvöldi að Bieber væri í töluverðu uppnámi eftir Diddy var handtekinn. Mun Bieber hafa lokað sig af og hafa aðstandendur áhyggjur af andlegri heilsu hans.

Heimildarmaður úr nærumhverfi Bieber sagði við DailyMail að Bieber væri sleginn út af handtökunni og þeim þungu sökum sem Diddy er borinn. Hann eigi erfitt með að ná utan um þetta enda hafi hann seinast átt í samstarfi við Diddy í tónlistarheiminum fyrir tæpu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring