fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Fókus

Guðrún biskup stappar stálinu í landsmenn – „Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins“

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2024 10:16

Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörin biskup Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hvetur landsmenn til að ræða um tilfinningar sínar og vinna saman úr áföllunum sem hafa dunið á okkur síðustu daga, vikur og mánuði.

„Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins. Þau meta heiminn út frá ákvörðunum okkar; Ef við sýnum samkennd, tölum við börnin um samkennd og kennum þeim að hver einasta manneskja skiptir máli þá aukum við líkurnar á því að þau rækti með sér samkennd. Ef við kennum börnum okkar, að það að verja þau okkar sem geta ekki varið sig sjálf er sjálfsagður hluti þess að vera manneskjur og að tilheyra samfélagi, þokumst við nær því samfélagi sem við viljum vera og tilheyra,“ skrifar hún í pistli á Vísi.

Kaldranalegur morgunn

Guðrún segir síðasta mánudag hafa verið kaldranalegan. „Fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð,“ segir hún.

„Þrjú börn eru látin á þessu ári. Tvö þeirra á undanförnum þremur vikum. Þrjú barnamorð á borði lögreglu. Það er ekki að undra að við spyrjum hvað sé eiginlega að gerast á okkar friðsæla landi. Fleiri eru óhæfuverkin og harmleikirnir, því fullorðnu fólki hefur einnig verið ráðinn bani. Sjálfsvígin eru of tíð og sömuleiðis banaslysin.

Þegar of margir fréttatímar bera þess vitni að samkennd sé á undanhaldi í samfélaginu. Þegar við lesum, heyrum og sjáum að 12 ára langveiku hjólastólabundnu barni hafi verið ekið af spítala og út á flugvöll að nóttu til. Þegar þriðja barnið er myrt. Er þá ekki réttlætanlegt að staldra við og spyrja; hvernig sköpum við kærleiksríkara samfélag?“

Guðrún Karls Helgudóttir.

Guðrún segir sjálfsmynd okkar Íslendinga byggja að miklu leyti á því að sama hversu háir eða lágir stýrivextir eru, sama hvað gengur á úti í hinum stóra heimi, þá fara börnin okkar af stað út í daginn og skila sér heim á kvöldin.

„En þegar við upplifum að öryggi barna okkar sé ekki lengur tryggt á Íslandi, þá er enn og aftur eðlilegt að við stöldrum við,“ segir hún.

Mikilvægt að ræða saman

Guðrún segir að þegar við verðum fyrir áfalli sé ákaflega mikilvægt að ræða það sem gerðist og hvernig okkur líður, að ræða tilfinningar okkar.

„Því skiptir öllu máli að boðið sé upp á vettvang þar sem hægt er að ræða erfiðar tilfinningar er tengjast atburðum undanfarna daga. Það eykur líkurnar á því að við getum létt á þyngslunum og smám saman risið upp sem heilli þjóð. Það eykur líkurnar á því að eitthvað gott og fallegt vaxi úr þessum tilgangslausu voðaverkum,“ segir hún.

„Í kirkjum landsins er vettvangur til samtals um erfiðar tilfinningar og reynslu. Þar er boðið upp á bænastundir, þar er hægt að koma inn og kveikja á kerti, sitja í þögn eða ræða við prest eða djákna. Það er einnig hlutverk fjölmiðla að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu þegar slík áföll verða og margir fjölmiðlar standa sig vel. Sorgin verður bærilegri ef við berum hana í sameiningu og samtalið hjálpar okkur að koma heilli frá erfiðri reynslu og vaxa með henni.“

„Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vorkenndi sjálfri sér þegar hún og barnsfaðir hennar hættu saman en spurning sálfræðings breytti viðhorfinu

Vorkenndi sjálfri sér þegar hún og barnsfaðir hennar hættu saman en spurning sálfræðings breytti viðhorfinu
Fókus
Í gær

Áhrifavaldapar sætir harðri gagnrýni – „Hafa þau ekki heyrt um Madeleine McCann?“

Áhrifavaldapar sætir harðri gagnrýni – „Hafa þau ekki heyrt um Madeleine McCann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um ákvörðun RÚV og fast skotið fram og til baka – „Ég er hvorki einfaldur né tregur“

Hart tekist á um ákvörðun RÚV og fast skotið fram og til baka – „Ég er hvorki einfaldur né tregur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Diljá segir ákveðinn hóp af konum koma verst fram við hana – „Sömu konur og eru fyrstar til að kaupa „konur eru konum bestar“ boli“

Diljá segir ákveðinn hóp af konum koma verst fram við hana – „Sömu konur og eru fyrstar til að kaupa „konur eru konum bestar“ boli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Myndin byggir á minni eigin hjónabandskrísu“

„Myndin byggir á minni eigin hjónabandskrísu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Verða Oasis með í Super Bowl sýningunni?

Verða Oasis með í Super Bowl sýningunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að botninum væri náð þegar hún komst að framhjáhaldi eiginmannsins – Svo var ekki

Hélt að botninum væri náð þegar hún komst að framhjáhaldi eiginmannsins – Svo var ekki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illa útleikin eftir misheppnaða fegrunaraðgerð sem nýtur mikilla vinsælda

Illa útleikin eftir misheppnaða fegrunaraðgerð sem nýtur mikilla vinsælda