Hera birti myndbandið Instagram og skrifaði með: „Gæti ekki verið nær raunveruleikanum.“
Í fyrri hluta myndbandsins er hún ekki búin að klára klæða sig, dettur úr öðrum inniskónum og virðist vera á síðustu stundu. „Þetta er klárlega gellan sem Ásgeir býr með,“ segir hún.
Í seinni hluta myndbandsins sýnir hún það sem aðrir fá að sjá.
Horfðu á myndbandið hér að neðan, prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð það ekki.
View this post on Instagram
Hera og Ásgeir hafa verið saman í rúm tíu ár, eiga saman son og hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil. Hera var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í janúar og ræddi um lykilinn að heilbrigðu jafnvægi og deildi nokkrum sambandsráðum.
Hún sagði einnig frá því að fyrir nokkrum árum fékk hún mikinn áhuga á stjörnuspeki, en þetta byrjaði allt þegar hún dró Ásgeir með sér í ræktina og reyndi að kenna honum ævintýralegar æfingar. Nú rekur parið Orkugreiningu, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Hún sagði það ótrúlegt hvað það geti hjálpað fólki mikið að fá stjörnukort sitt – eða orkugreiningakort eins og það er kallað í dag- og segir það geta verið tól fyrir fólk til að skilja sig sjálft betur og upplag orku- og þarfasviða persónuleika þeirra.
Sjá einnig: Tók eftir því að Ásgeir var orðinn pirraður á henni í ræktinni – „Við vorum að klessast stöðugt á“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.