fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Bíógestir drógu fram kúrekadressin fyrir Johnny King

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefndi í löðursveitt kúrekaball á laugardaginn þegar gestir Bíó Paradísar klæddu sig í kögurbuxurnar og settu upp hattinn til þess að fjölmenna á frumsýningu heimildarmyndar um íslenska kántrýsöngvarann Johnny King. Heimildarmyndin í leikstjórn Árna Sveinssonar, segir frá gömlum kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu. Í myndinni gerir hann upp áhugaverða fortíð sína sem er eins og myllusteinn um háls hans.

Kúreki Norðursins, sagan af Johnny King, var lokamynd sameiginlegrar heimildamyndaveislu sem Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði og IceDocs alþjóðleg heimildarmyndahátíð á Akranesi buðu upp á í Bíó Paradís um helgina sem leið. Þar voru sýndar vinningsmyndir frá hvorri hátíð en myndin hlaut einmitt Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar, í ár.

Húsvíkingurinn Jón Oddi Víkingsson, þekktur sem Johnny King, átti skrautlegan og skemmtilegan feril sem kántrýsöngvari og var þekktur um miðjan níunda áratuginn. Síðastliðin ár hefur myndatökumaður fylgt honum við hvert fótmál en Johnny King vakti mikla athygli þegar hann birtist í kvikmynd Friðriks Þórs, Kúreka Norðursins sem kom út árið 1985.

Patrik Ontkovic og Valli Gísla festu stemninguna á mynd.

Nánar um myndina sem nú er í sýningum í Bíó Paradís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“