fbpx
Sunnudagur 15.september 2024
Fókus

Verða Oasis með í Super Bowl sýningunni?

Fókus
Laugardaginn 14. september 2024 21:30

Forsprakkar Oasis. Bræðurnir Liam og Noel Gallagher. Mynd/Simon Emmett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska hljómsveitin Oasis mun koma aftur saman og fara í tónleikaferðalag á næsta ári. Nú hefur söngvari sveitarinnar, hinn orðvari og geðþekki Liam Gallagher gefið því undir fótinn að Oasis verði með í hálfleikssýningunni á úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, Super Bowl. Leikurinn fer fram í febrúar á næsta ári og sá möguleiki að Oasis muni láta ljós sitt skína þar hefur gert aðdáendur sveitarinnar enn spenntari fyrir endurkomunnni en miðar á tónleika sveitarinnar hafa selst mun hraðar en raunin hefur nokkurn tímann verið með heitar lummur.

Mirror greinir frá en þar kemur fram að þær sögur gangi fjöllum hærra að Oasis verði sérstakir gestir í atriði rapparans Kendrick Lamar en gefið hefur verið út að hann verði í fyrrirúmi í hálfleikssýningunni.

Meintum lagalista Lamar var lekið en á honum kemur að sögn fram að Oasis taki þátt. Þessi leki setti allt í uppnám í netheimum meðal spenntra aðdáenda sveitarinnar.

Á listanum kemur fram að meðal annars muni Lamar flytja lag Oasis Rock N´Roll Star ásamt sveitinni. Listinn var birtur á samfélagsmiðlinum X. Í athugasemd við myndina skrifaði Liam Gallagher:

„Hvernig í andskotanum var þessu lekið.“

Raunverulegt?

Þessi orð hans settu spenning aðdáenda í yfirsnúning. Það hefur hins vegar ekki fengist staðfest hvort þessi listi er raunverulegur og söngvarinn hvorki játaði né neitaði því á X að svo væri.

Aðdáendur beindu orðum sínum að Gallagher á X og sögðust afar spenntir fyrir samstarfi Kendrick Lamar og Oasis. Einn aðili birti myndir af rapparanum á sviði íklæddur Oasis bol. Aðdáendur spurðu söngvarann beint á X hvort þessi listi væri raunverulegur og hvort að Oasis verði virkilega með í þessum stóra og mikla viðburði, hann svaraði hins vegar ekki.

Til stendur að Oasis haldi röð tónleika í Bretlandi og á Írlandi næsta sumar. Liam Gallagher var einnig spurður á X hvort stæði til að sveitin myndi lengja endurfundina fram yfir það og svaraði:

„Hver veit?“

Þetta svar gerði marga aðdáendur enn spenntari en sumir vildu þó fá skýrari svör:

„Hvað meinarðu, Liam?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband af hetjudáð Bon Jovi: Sannfærði konu um að stökkva ekki fram af brú

Myndband af hetjudáð Bon Jovi: Sannfærði konu um að stökkva ekki fram af brú
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsispennandi vestfjarðakrimmi með dulrænni slagsíðu

Æsispennandi vestfjarðakrimmi með dulrænni slagsíðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist enn eiga eftir að horfa í augun á þeim sem komu fram á tónleikum til höfuðs Heru – „Mér fannst þetta skítt og Hera á betra skilið“ 

Segist enn eiga eftir að horfa í augun á þeim sem komu fram á tónleikum til höfuðs Heru – „Mér fannst þetta skítt og Hera á betra skilið“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur gat varla gengið fyrir nokkrum árum en um helgina hljóp hann hálfmaraþon – Opinberar tónlistina sem kom honum áfram

Dagur gat varla gengið fyrir nokkrum árum en um helgina hljóp hann hálfmaraþon – Opinberar tónlistina sem kom honum áfram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndaveisla: Hönnun Línu Birgittu á tískuvikunni í New York – „Þetta voru klárlega gleðitár“

Myndaveisla: Hönnun Línu Birgittu á tískuvikunni í New York – „Þetta voru klárlega gleðitár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði þeim gott að fara í sambandsráðgjöf – „Bara að fá að vera til staðar fyrir hvort annað er allt sem við þráum“

Gerði þeim gott að fara í sambandsráðgjöf – „Bara að fá að vera til staðar fyrir hvort annað er allt sem við þráum“