fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fókus

Segir BDSM-senuna á Íslandi ekki jafn harkalega og í dýflissunum í London – „En ég veit alveg um svoleiðis dæmi“

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2024 11:50

Alrún Vargynja var gestur hjá Alkastinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahúsins er engin önnur en BDSM drottningin og bindarinn Alrún Ösp.

Alrún Ösp, sem gengur undir nafninu Vargynja, fór yfir í viðtalinu hvernig hún fór að finna fyrir hvötum sem snúa að sársauka og valdbeitingu þegar hún var unglingur.

Til fróðleiks má nefna að BDSM er skammstöfun sem stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni; síðan er sadó masókismi í lokin.

Vargynja segir að finna megi mismunandi ásetning eða forsendur þeirra sem leiti inn í BDSM. Sumir fara þar inn í leit af smá spennu og eru svo kannski að daðra við BDSM í mörg ár þó án þess að vera haldin þessari djúpu kink hneigð sem svo einkennir aðra.

BDSM er fyrir mörgum bara eitthvað skítugt og asnalegt þar sem fólk virðist bara vera að meiða hvort annað í einhverju stjórnleysi og rugli; það er fjarri svo. Vargynja fór vel yfir hvernig BDSM í raun gengur út á kærleik, virðingu og traust sem er grunnurinn í þeim tengslum sem eiga sér stað í hinum óteljandi útgáfum BDSM. Hvort sem verið að binda, flengja, klípa og klóra, þá snýst leikurinn um að þekkja sjálfan sig og meta sitt eigið ferli heiðarlega.

Alrún Vargynja. Aðsend mynd.

Fordómar fólks gagnvart BDSM segir Vargynja stafi hreinlega af fáfræði. Ímynd BDSM er að stórum hluta mörkuð af takmarkaðri staðalímynd sem fengin er úr klámi þar sem röng mynd er klárlega gefin og í engu samræmi við hvað BDSM raunverulega snýst um.

Gunnar rifjaði upp viðtal við Boff nokkurn Konkers sem kom í Þvottahúsið fyrir nokkrum árum. Þar talaði hann um BDSM dýflissur í London sem hann heimsótti reglulega þar sem veggir voru nánast blóði drifnir og fólk hengt upp á krókum og allskonar eins og maður myndi halda að maður sæi bara í hryllingsmyndum. Vargynja sagði senuna á Íslandi vera allt öðruvísi og ekki svona harkalega nema þá kannski í einhverjum afmörkuðum kimum sem ekki bæri mikið á.

Gunnar spurði: „Þekkist þessi sena hérna á Íslandi?“

„Svona blóð og eitthvað,“ spurði Alrún og Gunnar svaraði játandi.

„Ég hef ekki séð það en ég veit alveg um svoleiðis dæmi þar sem hafa verið blóðslettur á veggnum. En þá var verið að flengja manneskju með einhverju áhaldi og það komu smá sár og þegar er verið að sveifla einhverju svona flognara þá fara kannski einhverjir dropar eða eitthvað, en þetta eru ekki djúp sár, ekki neinir skurðir. En svo er líka til fólk sem er rosalega extreme,“ sagði hún og svaraði játandi aðspurð hvort það eigi einnig við fólk á Íslandi.

Aðsend mynd.

Gunnari var forvitinn að vita hvað Vargynju fyndist um það að einstaklingar sem höfðu upplifað brotna æsku og mögulegt ofbeldi leiti frekar í BDSM en aðrir. Vargynja sagðist alveg halda að það væri svo í einhverjum tilfellum en þá sem leið til heilunar. Heilunarferlið segir hún þá snúa að því að finna mörkin sín og öðlast valdeflingu í gegnum samtalið áður en leikurinn fer fram. Einnig er umhverfið öruggt og segir hún að þó svo að valdbeitingu sé beitt sé sá sem verður fyrir valdbeitingu í BDSM leik alltaf með stjórnina og ákveði sjálf eða sjálfur hversu langt má ganga; algjörlega ólíkt aðstæðum sem skilgreinast myndu sem ofbeldisaðstæður þar sem mörk eru ekki virt og fyrir vikið mikið óöryggi.

Þó svo að Vargynja segist halda mikið upp á flengingar sérhæfir hún sig í bindingum að japönskum sið. Bindingar að japönskum sið ganga undir heitinu Shibari og eru upprunnar í Japan á 15. öld. Shibari var leið samúræja til að hemja og pynta fanga sína með reipi. Það varð svo að einskonar erótísku spektrum seint á 19. öld og er nú þekkt kink innan BDSM samfélagsins til að örva þrýstipunkta og næm taugasvæði í gegnum reipistöður og hnúta.

Horfðu á viðtalið hér að neðan. Einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify undir nafninu Þvottahúsið og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“