fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara

Fókus
Miðvikudaginn 11. september 2024 08:30

Mynd/Getty/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic undanfarið og virðist áhuginn á þyngdartapslyfinu ekki fara dvínandi.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Nú hafa vísindamenn í Hong Kong gert nýja uppgötvun. Þeir segja að það sé kannski önnur lausn fyrir fólk sem notar Ozempic og Wegovy til að léttast. Þeir segja að fólk geti fengið sömu, ef ekki betri, niðurstöður með því að taka nýja „ofurhlaðna“ góðgerla ásamt því að borða meira af ávöxtum og grænmeti.

Synbiotics kallast umrætt lyf, eða bætiefni, og inniheldur bæði meltingargerla (probiotic) og forgerla (prebiotic). Talið er að það geti hjálpað meltingu, þarmaflórunni, brennslu og jafnvel ónæmiskerfinu.

Góðgerlar eru örverur sem stuðla að betri heilsu hjá þeim sem þá hýsa. Góðgerla má finna í ýmissi fæðu, til dæmis í hreinni jógúrt, súrkáli, miso og sumum sojadrykkjum, auk þess sem þeim hefur verið bætt í ýmsar fæðutegundir. Einnig er hægt að fá góðgerla sem fæðubótarefni í hylkjum.

Rannsóknin

Vísindamenn við háskólann í Hong Kong fylgdust með 55 einstaklingum í ofþyngd á aldrinum 21 árs til 65 ára. Fólkinu var skipt í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn fékk daglegan skammt af synbiotics og fylgdi matarplani sem innihélt að minnsta kosti tvo skammta af ávöxtum og þrjá skammta af grænmeti.

Annar hópurinn var aðeins látinn taka synbiotics daglega.

Þriðji hópurinn var settur á ávaxta- og grænmetismataræði.

Niðurstöður

Eftir átta vikur komust rannsakendur að því að helmingur þeirra í fyrsta hópnum missti meira en fimm prósent af líkamsþyngd sinni. Blóðsykursgildin höfðu líka lækkað verulega sem og kólesterólmagn.

Aðeins einn af hverjum fimm í hópi þeirra sem höfðu aðeins breytt mataræðinu léttist um meira en fimm prósent af líkamsþyngd sinni.

Enginn af þeim sem tók bara synbiotics náði þessu markmiði.

DailyMail ber þetta saman við rannsóknir á semaglútíð, sem er virka efnið í Ozempic, og í þeim misstu þátttakendur svipaða líkamsþyngd og í hóp þeirra sem tóku synbiotics og höfðu aukið ávaxta- og grænmetisinntöku sína. En það tók þá þrjá mánuði að missa þessa þyngd, en hjá þeim í nýju rannsókninni tók það tvo mánuði.

Það er þó vert að taka fram að aðrir þættir gætu hafa spilað inn í þar sem rannsakendur greindu ekki frá sögu þátttakenda, eins og hvernig mataræðið hafi verið fyrir rannsóknina eða hvort þeir reyktu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Í gær

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Í gær

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarsvindlarar og eltihrellar

Ástarsvindlarar og eltihrellar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“