fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Fókus

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 15:25

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að vera sjö saman í hópspjalli. Vinkonurnar sem mynda hópinn LXS þekkja það vel og reyndu að ræða það þegar það hitnaði í kolunum á veitingahúsi Hótel Geysis.

Vinkonurnar voru þar til að taka upp fyrir þriðju þáttaröð LXS sem er nú í sýningu á Stöð 2. Hópurinn samanstendur af áhrifavöldunum Birgittu Líf, Sunnevu Einarsdóttur, Magneu Björg Jónsdóttur, Ástrós Traustadóttur og Ínu Maríu Norðfjörð.

„Ég held að við þurfum smá að addressa eitt,“ sagði Hildur Sif yfir vinkonuhópinn. Brot úr þættinum var birt á TikTok fyrir skemmstu.

„Það eru ákveðnar manneskjur sem plana alltaf allt og það er svona smá eins og maður, þú veist, það vantar svona smá engagement frá sumum.“

Allt í einu beinist myndavélin að mjög alvarlegri Magneu Björg og hneykslaðri Ástrós Trausta.

@lxsforeverer ómögulegt að vera í stóru vinkonugroupchatti? 🙄

♬ Angry / Epic / Cinematic No438_2 – table_1

„Maður reynir eins og maður getur að hjálpa en maður er ekki, við erum ekki allar á sama stað í samfélagsmiðlaheiminum,“ sagði þá Ína.

„Nei, hún er að tala um að svara okkur,“ sagði Sunneva og rifjaði upp atvik þar sem hún var að reyna að plana eitthvað með hópnum en fékk engin svör.

„Ég var bara, nennið þið að fokking svara mér?“ sagði Sunneva.

Hildur sagði þá stundum velta því fyrir sér hvort hún ætti að stofna nýtt hópspjall bara með henni, Sunnevu og Birgittu. „Því það svarar enginn annar,“ sagði hún.

Ástrós, sem sagði stelpunum að henni liði eins og það væri að ráðast á hana, ræddi seinna ein við myndavélina og sagði að þessu hafi verið beint aðallega að henni og Ínu Maríu. „I was not having it sko, ég og Ína horfðum á hvor aðra og vorum bara…“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elva glímdi við átröskun – „Þetta er sjúkdómur einmanaleikans“

Elva glímdi við átröskun – „Þetta er sjúkdómur einmanaleikans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sá hvað umdeilt lyf reyndist Stefáni Karli vel – „ Það sló áberandi og miklu betur á ógleði“

Sá hvað umdeilt lyf reyndist Stefáni Karli vel – „ Það sló áberandi og miklu betur á ógleði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefnir í ljótan skilnað – „Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“

Stefnir í ljótan skilnað – „Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“

Önnur kona stígur fram vegna Diddy – Lýsir hrottafenginni nauðgun sem var „tekin upp og sýnd sem klám“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir þetta vera vandamálið við klám

Segir þetta vera vandamálið við klám