Aflraunamaðurinn og kvikmyndaleikarinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði með yfirburðum á hinu sterka aflraunamóti Strongman Champions League um síðustu helgi.
Mótið var haldið í Dubai. Yfirburðir Hafþórs voru svo miklir að hann hefði getað sleppt því að taka þátt í Atlas-steinaburði og hefði samt sigrað.
Þetta er fjórða stóra mótið sem Hafþór tekur þátt í á stuttum tíma. Hann vann yfirburðasigur í keppninni Sterkasti maður Íslands, varð í öðru sæti í Strongest Man on Earth. Einnig varð hann í fjórða sæti í Arnold Classic sem háð var í Comlumbus í Ohio.
Á mótinu í Dubai um helgina sigraði Hafþór í fimm greinum af átta.