fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 14:38

Mynd/DV/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir heimsótti æskuslóðir ljósmyndarans og áhrifavaldsins Helga Ómarssonar í samnefndum þætti, Æskuslóðir, á RÚV.

Helgi ólst upp á Seyðisfirði og segir litla bæinn alltaf eiga sérstakan stað í hjarta hans.

Í þættinum ræðir Viktoría við faðir Helga, Ómar Bogason, sem rifjar upp þegar hann hjálpaði syni sínum að koma út úr skápnum.

„Ég á ekkert nema góðar minningar af börnunum mínum. Ég er sjálfur í sjö systkinahóp þar sem við vorum að sparka í bolta á ganginum heima og brjóta eitthvað,“ segir hann kíminn.

„Helgi hefur alltaf verið dásamlegur drengur. Það er ekkert öðruvísi. Ég verð að viðurkenna það að við komum saman út úr skápnum til dæmis. Við vissum þetta kannski ekki þannig, okkur fannst þetta ekkert mál. En ég gerði mér grein fyrir því að svona ungur drengur, að hann þyrfti aðstoð. Ég sagði við hann að við myndum elska hann eins og hann væri og hann ætti bara að vera hann sjálfur,“ segir Ómar og bætir við að við þetta hafi Helgi breyst úr lifru í fiðrildi.

„Ég fann greinilegan mun. Mér fannst hann allt í einu verða frjáls. Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að ást er ást og hún á að fá að vera það, fólk á að fá að vera það sem það er, svo framarlega sem það er gott.“

@ruvohf Viktoría hitti feðgana Helga Ómarsson og Ómar Bogason á Æskuslóðum á Seyðisfirði í kvöld. Þau ræddu meðal annars um þegar Helgi kom út úr skápnum en faðir hans studdi hann með ráðum og dáð 🏳️‍🌈 #æskuslóðir #íslenskt@helgiomars ♬ original sound – RÚV

Horfðu á þáttinn með Helga á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Í gær

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“
Fókus
Í gær

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“
Fókus
Í gær

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi