fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Örn Jósepsson ræðir við glæpasagnahöfundana Joachim B. Schmidt og Satu Rämö á Borgarbókasafninu í Kringlunni fimmtudaginn 12. september kl. 17:00.  Joachim og Satu settust bæði að á Íslandi og hafa slegið í gegn með glæpasögum sínum sem gerast hér á landi, á Raufarhöfn og Ísafirði. Ævar sem ruddi sjálfur brautina í íslenskum glæpasagnaskrifum yfirheyrir þau um hvers vegna þau völdu Ísland, bæði sem heimili og sögusvið. 

Joachim B. Schmidt er fæddur í Sviss, ólst upp í Ölpunum og hefur búið á Íslandi síðan 2007. Fyrsta skáldsagan hans kom út árið 2013 en hann hefur slegið í gegn á Íslandi með bókum sínum um Kalmann Óðinsson, sjálfskipaðan lögreglustjóra á Raufarhöfn. Fyrsta bókin komst á metsölulista Der Spiegel og vann til fjölda verðlauna. Hún hlaut meðal annars Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna í þýðingu Bjarna Jónssonar. 

Satu Rämö flutti til Íslands frá Finnlandi sem hagfræðinemi en lagði í staðinn fyrir sig íslenska menningu, bókmenntir og þjóðsögur. Hún hefur skrifað fjölda bóka um Ísland fyrir Finnlandsmarkað en sló rækilega í gegn með fyrstu glæpasögunni sinni um lögreglukonuna Hildi sem fór beint í toppsætið þar í landi. Fyrsta bókin í þríleiknum kom út á íslensku í síðasta mánuði og hefur verið eða mun verða þýdd á fjölda annarra tungumála. 

Ævar Örn Jósepsson hefur bæði skrifað og þýtt glæpasögur sjálfur, samið krossgátur og flutt fréttir ásamt því að gegna formennsku í hinu íslenska glæpafélagi sem stendur á bakvið glæpafárið í samstarfi við Borgarbókasafnið. 

Viðburður á heimasíðu 

Viðburður á Facebook 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Fókus
Í gær

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana
Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið

Svarar fyrir sig eftir að útlit hennar varð aðalumræðuefnið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn

Varalesari afhjúpar hvað Demi Moore sagði þegar hún hlaut ekki Óskarinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna

Svölu hefur aldrei liðið betur en núna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins

Stjörnurnar stórglæsilegar á rauða dregli Óskarsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson orðin kona einsömul

Jenna Jameson orðin kona einsömul