Aðdáendur hans voru farnir að hafa miklar áhyggjur af honum, bæði vegna andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það kom því öllum verulega á óvart þegar Nikocado birti myndband af sér um helgina, nær óþekkjanlegur og búinn að grennast verulega.
„Tveimur skrefum á undan, ég er alltaf tveimur skrefum á undan,“ sagði hann og sagði að þetta hafi allt saman verið félagsleg tilraun.
„Í dag vaknaði ég eftir langan draum. Ég vaknaði líka 113 kílóum léttari, og bara í gær var fólk að kalla mig feitan, veikan, leiðinlegan og gagnslausan. Mannfólk eru verstu lífverurnar á þessari plánetu, en samt tókst mér að vera tveimur skrefum á undan öllum.“
Eins og fyrr segir kom þetta netverjum verulega á óvart, þar sem ekkert á samfélagsmiðlum hans gaf til kynna að hann væri í átaki eða búinn að léttast. Nikacado útskýrði málið og sagði að síðastliðin tvö ár hefur hann verið að birta gömul myndbönd til að halda leikritinu gangandi.
Hann birti síðast myndband fyrir sjö mánuðum titlað: „Þess vegna getum við ekki hætt saman.“
„Ég hef verið að birta gömul myndbönd sem ég tók upp áður en byrjaði í átakinu, bæði á TikTok og YouTube. Ég klippti myndböndin þannig að þau myndu virðast nýleg og á meðan var ég að leyfa líkamanum mínum að jafna sig. Ég rakaði höfuð mitt svo fólk myndi ekki kannast við mig á almannafæri. Nokkrir félagar mínir af YouTube hjálpuðu mér að halda þessu leyndu,“ sagði Nikacado um helgina.
Nikocado fór með nákvæmlega sömu ræðu og hann gerði um helgina fyrir tveimur árum. Á þeim tíma skildi enginn hvað hann væri að tala um.
@crsesas Two steps ahead nikocado avocado #nikocado ♬ original sound – Ники Донков973
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Áður en hann var þekktur fyrir að borða mikið magn af skyndibitamat var hann þekktur vegan áhrifavaldur. Hann stofnaði fyrst YouTube-rás árið 2014 og snerist rásin alfarið um vegan lífsstílinn, mataræðið og virðinguna sem hann bar fyrir dýrunum.
Nikocado byrjaði síðan að feta sig áfram við gerð mukbang myndbönd en slík myndbönd njóta mikilla á YouTube. Þessi myndbandastíll kom fyrst frá Suður-Kóreu árið 2010 og snýst í stuttu máli um að fólk er að borða og spjalla fyrir framan myndavélina. Margir þeirra sem gera Mukbang-myndbönd borða óhóflega mikið magn af mat í einu og er Nikocado Avocado einn af þeim.
Nikocado sá að því klikkaðri myndböndin hans eru, því meiri áhorf virtist hann fá. Það hefur valdið því að hann á fjölda gagnrýnenda sem hafa reynt að fá YouTube til að banna hann á miðlinum.
Með tímanum virtist efni hans hafa orðið furðulegra og kaotískara. Nikocado braut nokkur rifbein og birti vikuna eftir það sex myndbönd af sér borða í rúminu, meðal annars eitt titlað: „Nýja mataræðið mitt sem fötluð manneskja.“
Nikocado var farinn að birta myndbönd af sér þar sem hann var tengdur við öndunartæki, eitt þeirra titlað: „Ég held áfram að þyngjast og það er hætt að skipta mig máli.“
Í kjölfarið voru settar af stað undirskriftasafnanir þess efnis að banna hann á miðlinum. Ástæðan er sú að fólki fannst hann vera að stofna heilsu og lífi sínu í hættu fyrir vinsældir á samfélagsmiðlum. Hann væri þar að auki slæm fyrirmynd og væri að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama, að setja vinsældir og áhorf ofar heilsu.
Nokkrar stórar YouTube-stjörnur hafa tjáð sig um mál Nikocado í gegnum árin. Meðal annars MoistCr1tikal, sem er með rúmlega níu milljón áskrifendur á miðlinum. Hann deildi myndbandinu: „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf.“
Myndbandið hefur fengið tíu milljónir í áhorf. Þú getur horft á það hér að ofan.
Sjá einnig: Kaotísk veröld umdeildu YouTube-stjörnunnar