fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Ferðamaður á Íslandi furðar sig á þessu

Fókus
Mánudaginn 9. september 2024 12:00

Mynd/Hanna. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður sem er nú á ferð um Ísland varpar fram spurningu á samfélagsmiðlinum Reddit og segist nokkuð forviða yfir nokkru sem hann og samferðafólk hans hafi uppgötvað á ferðum sínum landið. Á veitingastöðum, kaffihúsum og hótelum sjái þau nánast enga Íslendinga meðal starfsfólks og ferðamaðurinn veltir fyrir sér hvað Íslendingar séu að starfa við og þá ekki síst í smærri bæjum á landsbyggðinni.

Ferðamaðurinn segist hafa séð töluvert af Ítölum og Spánverjum í þessum starfsgreinum sem og rússneskumælandi fólki.

Við spurningu hans eru veitt svör sem Íslendingar ættu margir hverjir að kannast við.

Einn aðili segir til að mynda að mikill vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu en að íbúafjölgun á Íslandi byggi að mestu leyti á fjölgun innflytjenda og því sé óhjákvæmilegt að þeir myndi uppistöðuna í starfsliði ferðaþjónustunnar og fyrirtækja eins og veitingastaða sem treysti mjög á tekjur af ferðamönnum. Vill viðkomandi einnig meina að í feraþjónustu sé ekki gerð krafa um góða íslenskukunnáttu en eins og Íslendingar vita hefur slíkt vakið talsverðar deilur.

Annar aðili bendir ferðamanninum á að í smærri bæjum á landsbyggðinni séu það oftast Íslendingar sem eigi fyrirtækin sem ráði það erlenda starfsfólk sem ferðamenn hafi samskipti við. Hann vill meina að Íslendingarnir á viðkomandi stöðum séu í skrifstofustörfum, starfi á pósthúsinu eða í matvörubúðinni jafnvel í fiskiðnaðinum.

Eins og Íslendingar vita þá er þó einnig nokkuð um innflutt vinnuafl í síðastnefndu atvinnugreininni.

Fari í faglærð störf

Einna ítarlegasta svarið kemur frá Íslendingi. Hann tjáir ferðamanninum að Íslendingar séu líklegri til að vera í störfum sem ferðamenn verði síður varir við. Til að mynda í kennslu, heilbrigðisþjónustu, verksmiðjum, landbúnaði á skrifstofum og í fyrirtækjarekstri.

Íslendingurinn bendir einnig á að á smærri stöðum þá sé oft um að ræða einn eða tvo stærri vinnuveitendur sem séu hryggjarstykkið í atvinnulífi viðkomandi bæjar, til dæmis álver þar sem stór hluti íslenskra íbúa starfi. Einnig sé það algengara að innflytjendur endi í ófaglærðum störfum eins og til að mynda í ferðaþjónustu sem krefjist lítillar íslenskukunnáttu. Íslendingar fari þá fremur í faglærð störf, störf sem krefjist íslenskukunnáttu og séu til lengri tíma.

Treginn

Í sumum svaranna má einnig lesa nokkurn trega yfir sífelldri fjölgun innflytjenda á Íslandi og því að íslenskan eigi í auknum mæli undir högg að sækja.

Erlendur maður sem segist hafa haft mikið yndi af Íslandsferðum sínum segist hafa komist að því aðeins nýlega hversu miklar breytingar á íslensku samfélagi ferðaþjónustan og fjölgun innflytjenda hafi haft í för með sér. Hann segist hafa rætt við Íslending á Seyðisfirði sem hafi sagt það sorglegt að heyra frekar erlend tungumál á götum bæjarins en íslensku. Maðurinn segist hafa sektarkennd yfir áhrifum ferðaþjónustu á íslenska menningu og lífsmáta Íslendinga. Hann segir að það hljóti að vera erfitt fyrir Íslendinga að vera umkringdir útlendingum í eigin landi en samt sem áður sé það sín upplifun að Íslendingar séu upp til hópa mjög kurteisir.

Íslendingur sem tekur til máls lýsir miklum trega yfir þróun mála:

„Land mitt og menning hefur tekið afar miklum breytingum síðustu fimm ár. Það er virkilega sárt að horfa upp á það. Allt er á ensku og ég tala sífellt minna af móðurmáli mínu í hversdagslífinu. Nánast allt starfsfólk í þjónustugeiranum eru útlendingar og ég vinn sem trésmiður en í þeim geira er helmingur starfsfólksins útlendingar. Það er erfitt fyrir mig að vita hvar landar mínir eru.“

Viðkomandi er þá bent á að í hans starfsgrein séu ekki nógu margir Íslendingar fyrir hendi til að ráða í öll þau störf sem þörf er á og því sé ekki annað í stöðunni en að treysta á útlendinga. Sami aðili minnir einnig á að í ljósi fækkunar Íslendinga í smærri bæjum þá haldi einfaldlega innflytjendur þessum samfélögum á floti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger