fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 19:00

Guðrún Ósk í fæðingu yngsta sonar síns, Rafaels Sindra. Myndir/Birta Sveinbjörnsdóttir IG: @medgangaogfaeding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk Maríasdóttir er matvælafræðingur, næringarþjálfari, nuddari, saunadrottning, móðir og svo margt fleira. Hún er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Guðrún Ósk er gift Árna Birni Kristjánssyni og saman eiga þau þrjú börn. Elst er Halldóra María, ellefu ára. Næst kemur Arnaldur Smári, sem er fjögurra ára gamall og yngstur er Rafael Sindri, tveggja ára.

Guðrún Ósk fæddi Arnald Smára heima og segir að sú fæðing hafi verið dásamleg. „Ég átti Halldóru í Hreiðrinu á Landspítalanum, ég var þá 23 ára, vissi þá ekkert að það væri einu sinni í boði að eiga heima. En fannst mjög náttúrulegt fyrir mig að vera ekki með nein inngrip. Ég vissi ekki neitt um fæðingar,“ segir hún og hlær.

„En í millitíðinni gerði ég mikla rannsóknarvinnu og sjálfsvinnu og fannst mjög eðlilegt að eiga hann heima.“ Ljósmæður frá Björkinni voru með í fæðingunni en Guðrún Ósk segir að hún hefði alveg verið til í að vera án þeirra.

„En þær voru bara í sófanum inni, við vorum inni í herbergi. Svo komu þær og kíktu á mig af og til. Allt mjög virðingarríkt, ekkert gert án þess að segja: „Má ég koma við þig? Nú ætla ég að gera þetta.“ Sem mér finnst mjög mikilvægt í þessu ferli. Með ljósin slökkt, eða lítil ljós, kertaljós. Það var mjög fallegt og virkilega nærandi upplifun.“

Hér að neðan má sjá fallegar myndir frá fæðingu yngsta sonarins. Ljósmyndari er Birta Sveinbjörnsdóttir, @medgangaogfaeding á Instagram.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan. Smelltu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Guðrún🌦️ (@gudrunoskm)

Mikil hjartasorg

Þegar Guðrún Ósk var ólétt af yngsta syninum var planið að fæða aftur heima. Fæðingin byrjaði vel en þegar leið á daginn fóru ljósmæðurnar að hafa áhyggjur og vildu senda hana á sjúkrahús.

„Ég fékk mikinn hita, hjartslátturinn hans var mjög hár, púlsinn, og þær höfðu áhyggjur í svolítið langan tíma og hefðu undir kannski öðrum kringumstæðum verið löngu búnar að senda konuna upp á spítala, en mig langaði svo [að eiga heima]. Undir lokin töluðu þær við Árna og sögðu við hann: „Þú verður að fá hana til að fara upp á spítala.“ Sem var strax mikil hjartasorg fyrir mig að þurfa að taka þessa ákvörðun. Ég hef svo mikið traust í ferlið, lífsferlið, og fannst mjög erfitt að fara af stað upp á spítala. Vitandi til þess að það myndi slökkva á kerfinu mínu, ljósin, læknarnir, hjúkrunarfræðingarnir, ljósmæðurnar, allir, bara inni á mínu svæði, ég vissi að þetta yrði ekki gott skref fyrir mig,“ segir hún.

„Það voru gerðar einhverjar mælingar og einmitt, sem ég vissi, eða fann að það myndi gerast, það var farið yfir mín mörk. Þó þær reyndu að vera virðingarríkar þá er bara öðruvísi umhverfi uppi á spítala. Það er einhvern veginn öðruvísi dýnamík. Þannig ég kom svolítið sár út úr þeirri fæðingu, en það kom í ljós að fylgjan var komin með einhverja sýkingu þannig að þú veist… það fór eins og það fór.“

Guðrún Ósk ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Til að horfa á þáttinn í heild sinni smelltu hér, eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Guðrúnu Ósk á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“
Hide picture