fbpx
Laugardagur 07.september 2024
Fókus

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 7. september 2024 10:30

Guðrún Ósk Maríasdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 fékk Guðrún Ósk Maríasdóttir höfuðhögg sem breytti stefnu hennar í lífinu. Hún var á þeim tíma einn fremsti handboltamarkvörður landsins.

Guðrún Ósk er matvælafræðingur, næringarþjálfari, nuddari, saunadrottning, móðir og svo margt fleira. Hún er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Öllu kippt undan mér“

Guðrún Ósk er gift Árna Birni Kristjánssyni og saman eiga þau þrjú börn. Elst er Halldóra María, ellefu ára. Næst kemur Arnaldur Smári sem er fjögurra ára gamall og yngstur er Rafael Sindri, tveggja ára.

Hún var einn fremsti markvörður landsins þegar hún fékk höfuðhögg árið 2018. „Það var öllu kippt undan mér. Ég var búin að lifa og hrærast í handbolta og það var mitt outlet fyrir því að þurfa breik frá Halldóru og lífinu, þá fór ég bara á æfingu og var hundrað prósent þar. Ég var mjög góð í handbolta og mikils metin af liðinu mínu og liðsfélaginu. Ég fann alveg þegar ég mætti og var til staðar þá komu hinar með. Eftir að ég átti Halldóru þá var þetta miklu meira svona passion, ég var svo mikið bara mætt á æfingu og ég held að það hafi smitað út frá sér,“ segir hún.

Hún fékk slæmt höfuðhögg í miðjum leik. „Ég fékk boltann beint á andlitið og datt niður.“

Henni tókst að halda áfram með leikinn en með hverri mínútunni sem leið versnaði ástand hennar. Þegar leikurinn var flautaður af hneig hún niður.

„Ég hef lent í alls konar meiðslum en þarna, þú getur ekki ýtt þér af stað. Eins mikið og mig langaði og ég reyndi að mæta á æfingar, það var ekki einu sinni séns fyrir mig að vera í íþróttasalnum. Ég gat það ekki.“

Sjá einnig: Guðrún Ósk og maðurinn hennar voru á milli vonar og ótta um hvort ófædda barnið yrði líka langveikt

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Guðrún🌦️ (@gudrunoskm)

Einangraðist

Það var mikið áfall fyrir Guðrúnu Ósk að missa það sem henni fannst einkenna sig. „Þetta er rosa stór hluti af sjálfinu en síðan er þetta bara farið,“ segir Guðrún Ósk sem var einnig að glíma við líkamlega kvilla. Eins og ljósfælni og svima.

„Ég gat ekki horft á sjónvarp, hlustað á tónlist eða keyrt bíl. Maður einangrast rosalega,“ segir hún.

„Þetta varð til þess að ég var bara heima. Árni hafði rosalegar áhyggjur af mér, auðvitað. En á sama tíma þá var hann þvílíkt að stíga inn í með Halldóru Maríu því ég sá mikið um hennar umönnun fram að þessu,“ segir Guðrún Ósk og bætir við að eftir á hyggja sé það skrýtin tilhugsun að hún hafi ekki leyft honum að komast að.

„Þarna steig hann inn í, tók algjörlega yfir umönnunina og á sama tíma sótti aðstoð. Ég var búin að vera á hörkunni að sjá um hana, líka móðurhjartað, ég ætla ekki að fá einhvern annan til að hugsa um barnið mitt, bara ég á að sjá um þetta. En hann sagði bara: „Nei, þetta gengur ekki fyrir mig. Ég get ekki séð um þig, hana, lífið, vinnu. Við þurfum að fá stuðning.““

Fengu aðstoð

Þetta var í fyrsta skipti sem þau sóttu um aðstoð hjá sveitarfélaginu fyrir Halldóru Maríu.

„[Við fengum] einhverja 20 tíma í liðveislu á mánuði þegar hún var sex ára. Og við fórum að finna fólk og fengum til okkur æðislega stelpu,“ segir hún.

Í dag eru þau með aðstoð næstum allan sólarhringinn.

„Það var mjög erfitt að sleppa tökunum og leyfa einhverjum öðrum að hugsa um hana. En líka mjög þroskandi. Gott og mikilvægt skref fyrir okkur.“

Aðspurð hvort hún haldi að hún væri enn á hnefanum ef hún hefði ekki neyðst til að fá aðstoð eftir höfuðhöggið svarar hún játandi. „Ég held það,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Guðrún🌦️ (@gudrunoskm)

Tók mikilvæga ákvörðun

Heilsa Guðrúnar Óskar batnaði þegar hún varð ólétt af eldri drengnum, en hrakaði á ný eftir að hún átti hann. Hún ákvað því að taka mjög mikilvæga ákvörðun um að hætta í handbolta.

„Þetta er bara rosa mikil áhætta. Fyrir fjölskylduna líka, allt álagið sem fylgdi. Ég tók bara ákvörðun að fara ekki aftur í handbolta og þá fannst mér líkaminn og taugakerfið segja: „Ókei, ég er örugg. Ég má fara að heila mig.“ Þá svolítið svona fóru hlutirnir að gerast. Ég fór í jógakennaranám, lærði flotþerapíu, fór að taka fyrir áhugamál sem blunduðu í mér en náði aldrei að framkvæma út af handboltanum. Því hann var bara líf mitt, þó maður var meiddur þá mætti maður. Ég fór ekki að sinna einhverju öðru sem ég hefði viljað sinna […] Það var þá, eftir að ég átti Arnald, tveimur árum eftir höfuðhöggið, að ég fór að sjá blessunina í því að hafa fengið höfuðhöggið.“

Guðrún Ósk ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Til að horfa á þáttinn í heild sinni smelltu hér, eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Guðrúnu Ósk á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Ísland vera Eden fyrir kannabisræktun

Segir Ísland vera Eden fyrir kannabisræktun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að lífið sé erfitt eftir að hafa hætt á Ozempic

Segir að lífið sé erfitt eftir að hafa hætt á Ozempic
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ljósbrot valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu

Ljósbrot valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Hide picture