Hann tók upp sviðsnafnið á sínum tíma því samkvæmt reglum SAG (Screen Actors Guild), samtaka kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum, þá mega tveir meðlimir ekki bera sama nafnið. Leikarinn var í bobba því leikarinn Michael Douglas var nú þegar meðlimur.
„Ég var að skoða, ég man ekki hvort það hafi verið símaskrá eða hvað,“ segir hann í viðtali við People. Þaðan kom nafnið Michael Keaton.
En leikarinn vill nú vera kallaður Michael Keaton Douglas. Hann segir að hann hafi gleymt að láta framleiðendur kvikmyndarinnar Beetlejuice Beetlejuice – þar sem hann fer með aðalhlutverk – vita með nógu góðum fyrirvara og þess vegna er hans gamla nafn notað í kynningum og kreditlistanum í lok myndarinnar.
Hann er ekki eina manneskjan í Hollywood sem vill vera kallaður sínu rétta nafni.
Leikkonan Emily Stone, áður þekkt sem Emma Stone, þurfti einnig að velja nýtt nafn vegna reglna SAG en greindi frá því í apríl að hún vilji nú vera kölluð sínu rétta nafni: Emily.
Sjá einnig: Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma