fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Michael Keaton vill vera kallaður sínu raunverulega nafni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. september 2024 08:34

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Michael Keaton heitir ekki Michael Keaton í raun. Það hefur verið sviðsnafnið hans undanfarin 50 ár en nú vill hann vera kallaður sínu raunverulega nafni: Michael Douglas.

Hann tók upp sviðsnafnið á sínum tíma því samkvæmt reglum SAG (Screen Actors Guild), samtaka kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum, þá mega tveir meðlimir ekki bera sama nafnið. Leikarinn var í bobba því leikarinn Michael Douglas var nú þegar meðlimur.

„Ég var að skoða, ég man ekki hvort það hafi verið símaskrá eða hvað,“ segir hann í viðtali við People. Þaðan kom nafnið Michael Keaton.

En leikarinn vill nú vera kallaður Michael Keaton Douglas. Hann segir að hann hafi gleymt að láta framleiðendur kvikmyndarinnar Beetlejuice Beetlejuice – þar sem hann fer með aðalhlutverk – vita með nógu góðum fyrirvara og þess vegna er hans gamla nafn notað í kynningum og kreditlistanum í lok myndarinnar.

Emily Stone. Mynd/Getty Images

Hann er ekki eina manneskjan í Hollywood sem vill vera kallaður sínu rétta nafni.

Leikkonan Emily Stone, áður þekkt sem Emma Stone, þurfti einnig að velja nýtt nafn vegna reglna SAG en greindi frá því í apríl að hún vilji nú vera kölluð sínu rétta nafni: Emily.

Sjá einnig: Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger