fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Móðir sýnir stöðuna í heimabankanum – „Það er kominn tími til að sýna alvöruna, ekki bara að fagna að Prís sé með ódýrari papriku!“

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2024 11:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images/Landsbankinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstæð móðir segist vera að gefast upp á ástandinu á Íslandi.

Hún kom fram nafnlaust og birti skjáskot af heimabankanum sínum í vinsæla Facebook-hópnum Mæðra Tips og hvatti aðrar konur til að gera slíkt hið sama til að sýna raunverulegt ástand landsmanna.

„Maður er hreinlega að gefast upp á þessu ástandi í þessu landi. Þetta er raunveruleg staða í dag 4. september 2024,“ segir hún og birtir skjáskot sem sýnir að hún á um 26 þúsund krónur til að lifa út mánuðinn.

Mynd/Facebook

„Einstæð móðir, mínimalískur lifnaðarháttur, föst á leigumarkaði. Ég er meðaltekju manneskja korter í fertugt, í 100 prósent vinnu og á þetta eftir og á eftir að bóka æfingargjöld barnsins ásamt öðrum gjöldum. Ég fer ekki í klippingu, til tannlæknis, litun og plokkun, neglur eða neitt sem tengist mér, ég geri allt sjálf sem ég get gert heima sem ódýrast,“ segir hún.

„Það er kominn tími til að sýna alvöruna, ekki bara að fagna að Prís sé með ódýrari papriku! Höfum hærra þrátt fyrir að koma ekki undir nafni en þá má fara að gera meiri vitundarvakningu fyrir málunum 2024! Já ég er ambátt ríka mannsins en fyrr má nú vera!“

Konan hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. „Ég mana ykkur að taka skjámynd af ráðstöfun reikningsins, dagssetninguna og hvernig stöðu þið eruð í (ekki bara einstæðir foreldrar heldur líka ráðstöfun fjölskyldunnar. Auðvitað mæli ég með að koma ekki undir nafni af allskonar ástæðum.“

Fleiri í sömu stöðu

Fjöldi kvenna hafa skrifað undir færsluna og taka undir með þeirri sem ritaði upphafsinnleggið.

Ein segir að hún muni ekki eftir því að hafa átt svona lítið á milli handanna, jafnvel strax eftir hrun. „Bókstaflega allur peningurinn fer í að borga af húsnæðislánum og reikninga,“ segir hún.

Önnur segir að hún sé í sömu stöðu og að hún sé orðin örmagna á ástandinu og að hafa ekki efni á nauðsynjavörum, eins og lyfjum.

Margar segjast hafa áhyggjur af vetrinum, en börnin þurfa kuldagalla, úlpur og skó sem kosta sitt og erfitt sé að kaupa það þegar það er ekki einu sinni til nóg peningur fyrir mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“