fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Móðir sýnir stöðuna í heimabankanum – „Það er kominn tími til að sýna alvöruna, ekki bara að fagna að Prís sé með ódýrari papriku!“

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2024 11:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images/Landsbankinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstæð móðir segist vera að gefast upp á ástandinu á Íslandi.

Hún kom fram nafnlaust og birti skjáskot af heimabankanum sínum í vinsæla Facebook-hópnum Mæðra Tips og hvatti aðrar konur til að gera slíkt hið sama til að sýna raunverulegt ástand landsmanna.

„Maður er hreinlega að gefast upp á þessu ástandi í þessu landi. Þetta er raunveruleg staða í dag 4. september 2024,“ segir hún og birtir skjáskot sem sýnir að hún á um 26 þúsund krónur til að lifa út mánuðinn.

Mynd/Facebook

„Einstæð móðir, mínimalískur lifnaðarháttur, föst á leigumarkaði. Ég er meðaltekju manneskja korter í fertugt, í 100 prósent vinnu og á þetta eftir og á eftir að bóka æfingargjöld barnsins ásamt öðrum gjöldum. Ég fer ekki í klippingu, til tannlæknis, litun og plokkun, neglur eða neitt sem tengist mér, ég geri allt sjálf sem ég get gert heima sem ódýrast,“ segir hún.

„Það er kominn tími til að sýna alvöruna, ekki bara að fagna að Prís sé með ódýrari papriku! Höfum hærra þrátt fyrir að koma ekki undir nafni en þá má fara að gera meiri vitundarvakningu fyrir málunum 2024! Já ég er ambátt ríka mannsins en fyrr má nú vera!“

Konan hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. „Ég mana ykkur að taka skjámynd af ráðstöfun reikningsins, dagssetninguna og hvernig stöðu þið eruð í (ekki bara einstæðir foreldrar heldur líka ráðstöfun fjölskyldunnar. Auðvitað mæli ég með að koma ekki undir nafni af allskonar ástæðum.“

Fleiri í sömu stöðu

Fjöldi kvenna hafa skrifað undir færsluna og taka undir með þeirri sem ritaði upphafsinnleggið.

Ein segir að hún muni ekki eftir því að hafa átt svona lítið á milli handanna, jafnvel strax eftir hrun. „Bókstaflega allur peningurinn fer í að borga af húsnæðislánum og reikninga,“ segir hún.

Önnur segir að hún sé í sömu stöðu og að hún sé orðin örmagna á ástandinu og að hafa ekki efni á nauðsynjavörum, eins og lyfjum.

Margar segjast hafa áhyggjur af vetrinum, en börnin þurfa kuldagalla, úlpur og skó sem kosta sitt og erfitt sé að kaupa það þegar það er ekki einu sinni til nóg peningur fyrir mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið