fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2024 12:47

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, leikskólakennarinn og förðunarfræðingurinn er gestur í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Í þættinum segir hún frá veikindum dóttur sinnar, Thaliu Guðrúnar, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð níu vikum fyrir þriggja ára afmælið sitt. Nokkrum dögum eftir að þau komu heim af spítalanum komst Fanney Dóra að því að hún væri ólétt.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Þú getur einnig horft á hann í heild sinni hér eða hlustað á Spotify.

video
play-sharp-fill

Í marga mánuði höfðu Fanney Dóra og unnusti hennar Aron Ólafsson reynt að fá aðstoð fyrir Thaliu Guðrúnu. Þau horfðu á litla barnið sitt fara aftur í hreyfiþroska og var ástandið svo slæmt undir lokin að þau þurftu að halda á henni eða leiða hana út um allt. Hún var líka farin að kasta upp við hinar ýmsu aðstæður og glímdi við síþreytu. Þau fóru oft til læknis, hittu hjúkrunarfræðinga, fóru til oestopata, sjúkraþjálfara og kírópraktors, en enginn virtist setja einkennin saman fyrr en í lok desember 2023. Thalia Guðrún var send í röntgen myndatöku og þá kom í ljós að hún væri með heilaæxli. Seinna sama dag var það fjarlægt og er stúlkan í dag heilbrigð og hraust.

Sjá einnig: Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Fanney Dóra Veigarsdóttir.

Ömurleg tilviljun

Nokkrum dögum eftir að þau komu heim af spítalanum komst Fanney Dóra að því að hún væri ólétt. Hún segir að fyrst hafi þau verið mjög áhyggjuful, enda mikið gengið á síðastliðnar vikur sem hefði getað haft áhrif á fóstrið, eins og röntgen myndatakan sem Fanney Dóra var viðstödd og svo allt andlega og líkamlega álagið.

„Við héldum líka að ég væri komin tíu vikur á leið eða eitthvað, átta vikna fóstur var ekki að fara að meika þetta álag sem var búið að vera. En svo kom í ljós að ég var komin töluvert styttra, sem betur fer, því þá hefur það ekki mikil áhrif og myndatakan var líka mjög stutt, því Thalia var svo dugleg í henni, en maður fer strax að hugsa, er ég bara að búa til barn með heilaæxli?“

Fanney Dóra hafði fyrir þetta spurt lækninn, sem framkvæmdi aðgerð dóttur þeirra, hvort að hún væri líklegri en aðrar konur til að eignast annað barn með heilaæxli.

„Hann sagði nei [..] Þetta var bara ömurleg tilviljun, einn á móti milljón, og þið lentuð í því,“ segir Fanney Dóra.

Litla fjölskyldan sem fer stækkandi.

„Þetta barn var sent til okkar“

Þau fóru í snemmsónar og læknirinn sá engan hjartslátt, sem þýddi að hún væri komin mun styttra en þau héldu. „Bæði léttir en líka svona, núna þarf ég að taka einhverjar ákvarðanir. Er ég að fara að eiga þetta barn? Er þetta barn að fara að vera með heilaæxli? Auðvitað koma upp fullt af spurningum. Við ákváðum samt að halda áfram í þessu ferli og maður verður fljótt spenntur, sérstaklega þegar maður hefur gert þetta áður. Þetta barn var sent til okkar. En ég er ekkert feimin að segja það, við áttum alveg samtal; hvernig er andlega líðanin okkar núna, getum við þetta? Erum við að fara að höndla þetta? Við ákváðum að gefa þessu nokkrar vikur og sáum svo bara hvað Thaliu gekk vel, hvað okkur var farið að líða betur og vorum bara við erum tilbúin, hún er tilbúin og lífið er upp á við, sem það var og er.“

Sjá einnig: Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Fanney Dóra ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasti þætti af Fókus, spjallþætti DV. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify

Fylgstu með Fanneyju Dóru á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk
Hide picture