Kourtney Kardashian, ein af hinum víðfrægu Kardashian-systrum, er á fullu að byggja upp lífstílssíðuna sína POOSH, sem miðuð er að konum. Auk uppskrifta og ýmissa heilsuráða birtir Kourtney reglulega greinar sem hún er sögð vera höfundurinn af og ein slík hefur vakið talsverða athygli. Þar kemur hin þriggja barna móðir út úr skápnum sem sjálfkynhneigð (e. autosexual) en það þýðir að Kourtney laðast kynferðislegra að sjálfri sér.
Segir Kourtney í greininni að allir séu þó sjálfkynhneigðir að einhverju leyti, um sé að ræða róf sem flestir eru inná. Sérstaklega konur enda kveiki það yfirleitt í þeim mörgum þegar þær upplifa sig sjálfar kynþokkafullar.
Það mætti ímynda sér að sjálfkynhneigðir séu afar duglegir við sjálfsfróun og þó að það sé vissuleg rétt að einhverju leyti þá snýst sjálfkynhneigð líka um að upplifa þrá eftir sjálfum sér. Slíkar einstaklingar upplifa oft kynferðislega spennu við að horfa á á sjálfan sig í spegli eða myndum, snerta sig eða finna eigin líkamslykt.
Viðbrögðin við greininni eru á þá leið að fáum hafi komið þetta á óvart.