fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Mexíkóskur maður skilur ekki hegðun íslenskrar konu á Snapchat

Fókus
Föstudaginn 30. ágúst 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem segist vera frá Mexíkó óskar eftir útskýringum á hegðun íslenskrar konu, sem hann hafi verið að spjalla við á Snapchat, í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Óskar hann í færslunni eftir skýringum á því hvernig standi á því að það gerist iðulega að konan skrái sig inn en svari ekki skilaboðum hans fyrr en nokkrum klukkutímum síðar.

Maður segist hafa tekið eftir því að stundum skrái konan sig inn á Snapchat án þess að svara skilaboðum hans, skrái sig því næst út og svari ekki skilaboðunum síðan fyrr en 3-6 klukkutímum síðar.

Maðurinn segir að í mexíkóskri menningu þætti þetta skýrt merki um að konan hefði lítinn áhuga á honum. Hann segist hins vegar gera sér grein fyrir að munur milli menningarheima geti oft haft áhrif á samskipti og upplifun fólks af þeim. Þess vegna vilji hann með þessu innleggi á Reddit spyrja hvort það sé algengt á Íslandi að skrá sig inn á Snapchat án þess að svara skilaboðum og svara þeim raunar ekki fyrr en mörgum klukkutímum síðar.

„Gefur svona hegðun til kynna skort á áhuga eða er þetta bara venjulegur hluti af menningu ykkar?“ spyr maðurinn og beinir spurningu sinni til Íslendinga.

Að lifa lífinu þurfandi

Maðurinn fær nokkur svör og er honum meðal annars bent á að svoma hegðun á Snapchat gefi almennt til kynna takmarkaðan áhuga, á þeim aðila sem viðkomandi er að spjalla við, hvort sem viðkomandi sé Íslendingur eða frá öðru landi.

Einn aðili er nokkuð beinskeyttur í sínu svari en vill þó meina að þessi hegðun þýði ekki sjálfkrafa að konan hafi lítinn áhuga á manninum:

„Láttu ekki svona maður. Þú er bara einhver náungi sem hún er að spjalla við á netinu. Hún á sér líf. Það ætti ekki að vera forgangsatriði fyrir nokkurn mann að svara skilaboðum frá einhverju fólki á netinu. Heilbrigt fólk er ekki með nefið ofan í símanum öllum stundum. Ef hún er ekki að svara þér þá er ekki um áhugaleysi að ræða heldur er hún að lifa sínu lífi.“

Einn bendir honum á að konan þurfi sinn svefn og enn annar segir einfaldlega:

„Ertu svolítið þurfandi?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja