Ný greining sýnir að Íslendingar eru á meðal allra kvíðnustu þjóða þegar kemur að svokallaðri samhliða lagningu bíls. Það er þegar leggja þarf bíl í þröngt hliðarstæði þar sem bílar eru þegar lagðir bæði fyrir framan og aftan.
Ísland er í þriðja sæti í Evrópuþjóða samkvæmt miðlinum Compare the Market. Aðeins Maltverjar og Mónakóbúar eru kvíðnari en Íslendingar fyrir slíkri lagningu. En í Mónakó er mikið af þröngum götum og dýrum bílum.
Greiningin var gerð þannig að tekin voru tölfræðigögn um hversu oft ökumenn leita að leiðbeiningum um samhliða lagningu bíls á netinu. Hjá Íslandi er hlutfallið 7,95 leitir á hverja 1000 íbúa.
Á meðal annarra kvíðinna þjóða má nefna Breta, Portúgali, Lúxemborgbúa og Eista. Öruggustu ökumennirnir eru hins vegar Þjóðverjar. Á eftir þeim koma Frakkar, Svisslendingar, Hvítrússar og Slóvenar.
Í þessu myndbandi má sjá ágætar leiðbeiningar um hvernig eigi að leggja örugglega í þröngt hliðarstæði.