fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 21:11

Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla (til hægri) Mynd: Birta Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel sóttir fjölskyldutónleikar Barnaheilla fóru fram fyrr í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fjöldi gesta mætti til að njóta tónlistar frá Gugusar, Systrum og Páli Óskari. Kynnir var leikarinn Villi Netó sem sló á létta strengi ásamt því að fræða gesti um alþjóðastarf Barnaheilla.

Vilhelm Netó
Mynd: Birta Stefánsdóttir

Tónleikarnir voru haldnir í tilefni Haustsöfnunar Barnaheilla sem hófst í dag þar sem armbönd, framleidd í Síerra Leóne, eru seld til stuðnings neyðar- og þróunarstarfi sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi.

„Hjá félagasamtökum eins og Barnaheillum er svo mikilvægt að finna samstöðuna og sjá og hitta fólkið sem styrkir okkur og styður starfsemina okkar. Ég er þeim afar þakklát,” sagði Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, sem var himinlifandi yfir góðum viðtökum tónleikagesta.

Páll Óskar
Mynd: Birta Stefánsdóttir
Systur
Mynd: Birta Stefánsdóttir
Mynd: Birta Stefánsdóttir
Mynd: Birta Stefánsdóttir

Eins og fyrr segir eru armböndin gerð af handverksfólki sem starfar á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á atvinnusköpun og jafnrétti. Með kaupum á armbandinu er því ekki eingöngu stutt við vernd gegn ofbeldi á börnum heldur er einnig verið að valdefla og styðja við einstaklinga sem búa við kröpp kjör og þeim gefinn kostur á öruggara lífi.

Armböndin verða seld víðsvegar um landið til 3. september en einnig er hægt að kaupa þau á vef Barnaheilla.

Fyrr í vikunni fékk Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhend fyrstu armböndin. Halla tók vel á móti starfsfólki Barnaheilla, ásamt Eyju sjö ára, á fallegum degi á Bessastöðum. Eyja spurði nýjan forseta spjörunum úr og ræddu þær meðal annars saman um þau skref sem mikilvægt er að taka til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill þakka Höllu kærlega fyrir hlýjar móttökur á Bessastöðum og óska henni farsældar í nýju starfi.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyja
Mynd: Birta Stefánsdóttir

Um Barnaheill

Barnaheill -Save the Children vinna að mannréttindum barna um allan heim. Samtökin starfa í 113 löndum og snerta líf 180 milljóna barna á hverju ári. Í alþjóðastarfi samtakanna er haldið úti fræðslu og forvörnum, brugðist við mannúðarkrísum, neyðaraðstoð veitt og lögð rík áhersla á að raddir barna heyrist og réttindi þeirra séu virt. Samtökin telja að með því að tryggja velferð barna aukist líkur á velfarnaði þeirra síðar á lífsleiðinni.

Systur
Mynd: Birta Stefánsdóttir
Mynd: Birta Stefánsdóttir
Systur
Mynd: Birta Stefánsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“