fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hr. Eydís er með nýja ´80s ábreiðu í dag. Þetta er eitt af þessum lögum sem margir eru búnir að gleyma en þekkja samt strax þegar þeir heyra segja strákarnir, lagið St. Elmos Fire (Man in Motion) með John Parr.

Það syngur ekki hver sem er þetta lag, laglínan fer upp í hæstu hæðir. Það kom því enginn annar til greina í verkið en gullbarkinn Dagur Sigurðsson. Hann gjörsamlega rúllaði þessu erfiða lagi upp eins og að drekka vatn.

Lagið er úr samnefndri bíómynd sem var mjög vinsæl árið 1985. Kvikmyndinni var reyndar slátrað af gagnrýnendum, en þeir hafa sem betur fer ekki alltaf rétt fyrir sér því unga fólkið flykktist á myndina. Ekki skemmdi fyrir að í myndinni léku margir af alvinsælustu ungu leikurunum í Hollywood, líkt og Demi Moore, Rob Lowe og fleiri góðir. Lagið úr myndinni hafði því forskot á önnur og rauk upp vinsældalistana um allan heim.

„Ég man þegar ég kom heim úr Miðfirði eftir sveitavinnu sumarsins 1985 og uppgötvaði þetta frábæra lag sem hafði alveg farið framhjá mér í sveitinni. Missti hins vegar af bíómyndinni og hef enn ekki séð hana, kannski kominn tími til núna,“ segir Örlygur Smári í Hr. Eydís og hlær dátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Snerting fær Gullna þumalinn

Snerting fær Gullna þumalinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni