fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 16:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Freepik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árum áður þegar DV kom út á prenti voru einkamálaauglýsingar blaðsins vinsælar. Auglýsendur mættu jafnvel með handskrifaða auglýsingu í Þverholt þar sem fjölmiðilinn var lengi til húsa, greiddu fyrir og mættu svo einhverju síðar til að sækja skrifleg svör sem borist höfðu. 

Í dag má segja að Bændablaðið hafi tekið við þessu þarfaverki, að koma einstaklingum saman, sem af einhverri ástæðu, einni eða fleiri, ganga ekki út.

Sjá einnig: Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Í Bændablaðinu sem kom út í dag vill þriggja drengja móðir koma sonum sínum fyrir á góðu heimili, vonandi þó þremur.

 „Er með þrjá drengi gefins á gott heimili. 18 ára rafvirkjanema, 21 árs mögulega verðandi bakaranema og 23 ára bakaranema. Vel uppaldir, húsvanir og einstaklega umhyggjusamir. Munu færa kvonfangi kaffi í rúmið stundvíslega kl. 7.20 (er með þá í þjálfun og gengur vel). Fara saman eða í sitthvoru lagi. Áhuga- og umhyggjusamar verðandi eiginkonur, hafið samband við móður á netfangið; tilituskid@gmail.com.“

Hér er því lag að mæla sér í rafvirkja sem löngu hafa verið eftirsóttir til starfa og hver vill ekki fá nýbökuð rúnnstykki með morgunkaffinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja