fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 08:37

Demi Moore. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Demi Moore viðurkennir að hún hafi átt mjög erfitt eftir að hafa komið fram í myndinni Charlie‘s Angels: Full Throttle.

Í samtali við leikkonuna Michelle Yeoh fyrir tímaritið Interview opnar leikkonan sig um gagnrýnina sem hún fékk eftir að hafa komið fram í bikiníi í myndinni.

Moore segir að hún hafi meira að segja byrjað að efast um að það væri „pláss“ fyrir hana í Hollywood en umræðurnar um útlit hennar voru svo háværar að hún gat ekki hunsað þær.

„Það sem er áhugavert er að ég fann meira fyrir gagnrýninni eftir að ég varð fertug. Ég lék í Charlie‘s Angels og það var mikið talað um atriðið þar sem ég er í bikiníi og það var alveg svakalega mikið talað um útlit mitt,“ sagði Moore.

Demi Moore’s iconic bikini scene from film<span id="U841431404691g5F"> Charlie's Angels: Full Throttle</span> sparked months of mental anguish for the star. Picture: Supplied.
Demi Moore í Charlie’s Angels.

„Og mér leið eins og það væri ekki staður fyrir mig. Mér leið eins og ég passaði ekki inn í hópinn.“

Moore var 40 ára þegar hún kom fram í myndinni sem kom út árið 2003. Hún hélt á þeim tíma að ferli hennar sem leikkonu væri hugsanlega lokið.

„Það var augnablik þar sem ég velti því alvarlega fyrir mér hvort að þetta væri eitthvað sem ég ætti að vera að gera. Síðan áttaði ég mig á því að ef ég væri byrjuð að efast, þá ætti ég að gefa allt í þetta svo ég gæti verið viss,“ sagði hún.

Yeoh tók undir með leikkonunni. „Hollywood fer illa með konur á þessum aldri,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur