fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 12:30

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Huld Arinbjarnardóttir malar gull í gegnum fyrirtæki sitt, Blush.

Viðskiptablaðið greinir frá því að árið 2023 hafi verið besta rekstrarár kynlífstækjaverslunarinnar til þessa.

Verslunin velti tæplega 700 miljónum króna og hagnaður var 117 milljónir.

Liðin eru þrettán ár síðan Gerður stofnaði Blush. Það eru tvær verslanir, ein á Dalvegi í Kópavogi og svo opnaði verslun á Akureyri í vor. Gerður segir að 65 prósent af veltunni fari í gegnum búðirnar og rest í netverslun.

„Maður veit einhvern veginn aldrei við hverju maður á að búast þegar maður fer í svona ævintýri og hugsar bara að það versta sem gerist er að þetta klikkar. En það er ekki víst að það klikki og eins og staðan er núna erum við ótrúlega sátt með þetta allt saman,“ sagði Gerður við Viðskiptablaðið.

Ekki nóg með að vera eigandi og framkvæmdastjóri Blush þá hannar Gerður einnig eigin kynlífstæki undir merkinu Reset, sem eru nú vinsælasta vörulínan í versluninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur