fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fókus

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 12:09

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 var bresku fyrirsætunni Chloe Ayling rænt á Ítalíu. Henni tókst að sleppa viku seinna en þegar hún sagði sögu sína kallaði breska pressan hana lygara og fékk hún hræðilega meðferð í fjölmiðlum.

Maðurinn sem rændi henni, Lucasz Herba, var dæmdur í sextán ára og níu mánaða fangelsi fyrir glæpinn.

Sex þátta serían Kidnapped: The Chloe Ayling Story er nú í sýningu á BBC en þættirnir eru byggðir á hennar sögu. Hún var nýlega gestur í morgunþættinum This Morning til að ræða um þættina og mannránið.

Martröð

Ayling starfaði sem fyrirsæta og var bókuð í verkefni í Mílanó á Ítalíu sumarið 2017. Hún var þá tvítug.

Þegar hún mætti í myndatökuna var ráðist á hana. Hún segir að tveir grímuklæddir menn hafi komið aftan að henni og sprautað hana með deyfilyfi.

„Ég var meðvitundarlaus og vaknaði síðan með bundnar hendur og fætur og límband yfir munninum. Það var farið með mig á sveitabýli og mér var haldið þar fanginni í sjö daga þar til ég náði að sannfæra einn manninn um að sleppa mér, með því að lesa í hegðun hans og nota tilfinningar hans til mín,“ sagði hún í This Morning.

Mannræningjarnir ætluðu að selja hana í kynlífsánauð til hæstbjóðanda.

Sjá einnig: Bresk fyrirsæta opnar sig um hörmulega reynslu

Kölluð lygari

Ayling segir að meðferðin sem hún fékk í fjölmiðlum hafi haft meiri langtímaáhrif heldur en mannránið sjálft.

Hún er því ánægð að BBC hafi ákveðið að gera þættina og að hún hafi fengið að eiga þátt í að segja sína sögu, að almenningur, sem fékk að heyra að hún væri lygari og að hún hafi sett mannránið á svið, fái loksins að vita alla söguna.

Horfðu á stiklu fyrir þáttaröðina hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“

Vikan á Instagram – „Ég er svo heit að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar í mig tönn“
Fókus
Í gær

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman

Sunneva og Benedikt ástfangin í fimm ár – Birti mynd úr fyrsta ferðalaginu þeirra saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur