fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fókus

Ágúst er peppdólgurinn – „Ég vil biðja Þórdísi innilegrar afsökunar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindum við frá því að Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leik- og söngkona og ein meðlima Reykjavíkurdætra, hefði gert góðlátlegt grín að peppi nágranna sinna í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag.

Sjá einnig: Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“

Dísa sem býr í Vesturbænum ásamt fjölskyldu sinni mátti þola það að nágrannar hennar spiluðu lag Siggu Beinteins Í larí lei stanslaust í nokkrar klukkustundir, allt auðvitað gert til að peppa hlauparana áfram. Dísa sagðist alveg vera til í annað lag, eða blöndu af nokkrum, og benti einnig á að flestir hlauparanna væru með heyrnartól og heyrðu því mögulega ekkert í þessu linnulausa peppi.

„Það byrjaði ekki þannig. Við vorum að spila mikið Bruce Springsteen en Guðgeir vinur minn var að fara hlaupa þarna fram hjá í 21 [km] og dóttir hans, Guðlaug Ylfa, litla frænka, bað mig um að spila Í larí lei fyrir hann. Þegar hann er að koma þá smellum við þessu á fóninn og það varð mikil breyting á stemningu hjá fólki sem var að hlaupa fram hjá,“ segir Ágúst Sverrir, nágranni Dísu, sem er sökudólgurinn.

„Ég vil biðja Þórdísi innilegrar afsökunar á þessu,“ segir Ágúst Sverrir í samtali við Ísland vaknar í morgun.

„Þannig að það var bara ákveðið þarna að setja það bara á „repeat“. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið gott fyrir eyrun mín frekar en einhverra annarra en þeir sem voru að hlaupa fram hjá voru 15-20 sek. fram hjá okkur og þá væru þau bara farin þannig að við þurfum að halda þessu gangandi fyrir alla hina,“ segir Ágúst Sverrir. 

Í þættinum bauð hann Siggu Beinteins formlega að vera með í peppinu á næsta ári. 

Hlusta má á spjallið í heild sinni hér.

Hér sem hafa ekki hugmynd um hvaða lag er að ræða geta hlustað á það hér, mögulega á repeat í nokkrar klukkustundir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“

Heimsmeistarinn sem gefst ekki upp – „Líf mitt er eitt stórt áfall“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki“

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefnumótasérfræðingurinn fékk ógeðsleg skilaboð frá karlmanni – Náði fram hefndum með stæl

Stefnumótasérfræðingurinn fékk ógeðsleg skilaboð frá karlmanni – Náði fram hefndum með stæl
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vandræðin byrjuðu í brúðkaupsferðinni

Vandræðin byrjuðu í brúðkaupsferðinni