fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fókus

Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 20:00

Brynja og Elsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hljóp í fyrsta sinn í maraþoninu nú um helgina, 10 kílómetra og safnaði hann fyrir Ljósið- endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.

Í færslu fyrir hlaupið sagðist Jóhannes ekki þekktur fyrir víðavangshlaup, en hann hefði ákveðið að hlaupa og safna fyrir Ljósið þar sem vinkona hans, Elsa Lyng, sem greindist með brjóstakrabbamein og meinvörp í holhönd í maí, sækti þangað dýrmætan stuðning.

„Ég er ekki þekktur fyrir víðavangshlaup eins og þau voru kölluð í sveitinni minni fyrir vestan og ég hef aldrei skráð mig í hlaup af neinu tagi. En í morgun ákvað ég að skrá mig í 10 kílómetra hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og styðja við starfsemi Ljóssins. Þangað hefur elsku vinkona mín Elsa Lyng leitað og fengið dýrmætan stuðning.
Markmið mitt í hlaupinu er að klára og ég er meðvitaður um að ég er ekki að fara að setja nein hraðamet. Það væri sigur fyrir mig að verða ekki allra síðastur. Mér þætti vænt um ef þú myndir heita á mig – ef þú ert aflögufær og styrkja þannig Ljósið.
Og Ljós til þín elsku Elsa.“

Deginum fyrir hlaupið birti Jóhannes myndband þar sem hann segir konunni sinni, Brynju Gísladóttur, frá því að hann ætli að hlaupa. „Þú ert ekki búinn að hlaupa út í sjoppu síðan ég kynntist þér,“ er svarið sem hann fær frá frúnni.

Í myndbandinu er fjallað um „vináttuna sem er svo mikilvæg í lífinu okkar og sérstaklega í krefjandi verkefnum. … Við getum nefnilega öll gert eitthvað smá. Og Ljós til þín elsku Elsa.“

Í myndbandinu má sjá þegar Elsa lætur raka af sér hárið að stórfjölskyldunni og vinum viðstöddum. Í lok myndbandsins kemur Brynja vinkonu sinni Elsu skemmtilega á óvart, og við lofum því að myndbandið og vinátta kvennanna tveggja lætur engan ósnortin.

Sævar Guðmundsson klippti myndbandið og Hallgrímur Oddsson á lagið Það ber að þakka það.

Horfa má á myndbandið hér.

Búinn að safna nær 400 þúsund fyrir Ljósið

Jóhannes setti sér markmið um 300 þúsund krónur og hefur náð því og hefur safnað 394 þúsund krónum þegar þetta er skrifað. Áheitasöfnun stendur til miðnættis og geta því þeir sem enn eiga eftir að heita á einhverja hlaupara gert það.

Að loknu hlaupi þakkar Jóhannes „einlæglega öllum þeim sem styrktu Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda með því að heita á mitt fyrsta 10 kílómetra hlaup. Ég hugsaði til Elsu minnar og fólks sem er að glíma við krabbamein á leiðinni og sá fyrir mér söfnunarupphæðina hækka með hverjum kílómeter sem ég hljóp. Ég hafði rétt fyrir mér því upphæðin sem safnast hefur er komin í 333.000 krónur og það besta er; það er ennþá hægt að styrkja Ljósið og þið sem eruð aflögufær getið svo sannarlega lagt þúsund krónur í söfnunina. Og munum að við getum öll gert eitthvað – eitthvað smá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu