Kristen Farris er skilnaðarlögfræðingur í New York. Hún heldur einnig úti vinsælum TikTok-aðgangi þar sem hún svarar ýmsum spurningum varðandi starfið. Eins og hver sé algengasta ástæðan fyrir rifrildum hjóna.
„Börnin. Hver sér um þau, hver sér um allt? Hver sér um litlu hlutina? Fólk tekur þessum litlu hlutum, sem þarf að gera fyrir börnin, sem sjálfsögðum hlut. Eins og að endurnýja lyfseðla, fara í gegnum fataskápinn og taka fötin sem eru of lítil og finna næstu stærð fyrir ofan. Hver gerir það? Gerir þú það? Gerir eiginkona þín það?“ spyr Kristen.
„Þau eru að kítast um hver gerir þessa hluti. Eiginkonunni finnst hún vera sú eina sem gerir þetta, eiginmanninum er drullusama um þetta. Og gettu hvað? Þetta breytist í stríð. Eiginkona byrjar að finna fyrir gremju, eiginmanninum er sama og þannig gerist þetta. Þú ert mætt inn á skrifstofu til mín,“ segir Farris.
@nydivorcelawyerkristen What are #married couples fighting about the most? #divorce #divorced #divorceparty #divorcedlife #divorcedmom #divorcesucks #divorcecoach #divorcedparents #divorceattorney #divorcesupport #divorceparties #divorcehelp #divorcerecovery #DivorceForce #divorcecourt #divorcecommunity #divorcedonedifferently #divorcechaos #divorceproceedings #divorcedmoms #divorcee #divorcecoaching #divorcees #marriage #divorcelawyer #relationships #divorcesurvivor ♬ original sound – Kristen Farris, Esq.
Í myndbandinu hér að neðan tekur hún í sama streng og segir að manneskjan sem sækir um skilnað sé oftast manneskjan sem er „sjálfgefna foreldrið“ eða „default parent“ eins og það er kallað. Foreldrið sem gerir allt og sér um allt og það er litið á sem sjálfsagt mál.
@nydivorcelawyerkristen Who’s coming in for divorces the most? #divorce #divorced #divorceparty #divorcedlife #divorcedmom #divorcesucks #divorcecoach #divorcedparents #divorceattorney #divorcesupport #divorceparties #divorcehelp #divorcerecovery #DivorceForce #divorcecourt #divorcecommunity #divorcedonedifferently #divorceddad #divorcechaos #divorceproceedings #divorcedmoms #divorcee #divorcecoaching #divorcees #marriage #divorcelawyer #relationships #divorcesurvivor ♬ original sound – Kristen Farris, Esq.