fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Fókus

Hvað er þetta kortisól-andlit sem allir eru að tala um?

Fókus
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi myndbanda hefur birst undanfarið á TikTok þar sem konur tala um svokallað kortisól-andlit, eða að andlit fólks geti orðið bólgið vegna streitu.

Þessi myndbönd hafa vakið töluverða athygli en þar tala konur gjarnan samhliða um hina og þessa „lausnina“ til að sporna við streitu og losna við kortisól-andlitið.

Almennt er vitað að streita leiði til hækkunar á hormóninu kortisól sem er framleitt í nýrnahettum okkar. Kortisól hefur áhrif á blóðþrýsting og efnaskipti og getur framleiðsla þess aukist við álag sem hefur á sama tíma neikvæð áhrif á blóðþrýsting.

Konurnar á TikTok halda því nú fram að hækkun á kortisól valdi bólgum í andliti og besta lausnin við því er ýmist að drekka eplaedik á morgnanna, forðast kaffi á morgnanna og hætta að stunda líkamsrækt af of miklum þrótt.

TodayOnline ákvað að bera þessa kortisól-kenningu undir alvöru lækna og kanna hvort kortisól-andlit væri raunverulegt fyrirbæri.

Húðlæknirinn Stepahnie Ho segir að tiltekin heilsufarsvandamál valdi því að gildi kortisól hækkar til lengri tíma og það getur valdið bólgum í andliti, eða að andlitið verði meira hringlaga. Það séu þó grófar ýkjur að halda því fram að dagleg streita geti valdið slíkri hækkun að það fari að sjást á andlitinu.

Geðlæknirinn Angelin Truscott segir að þessi kenning um kortisól-andlit svipi meira til lýsinga á Cushing-heilkenninu sem orsakast af of miklu kortisóli í líkamanum til lengri tíma. En eitt einkenni Cushing er einmitt kringlótt-andlit. Truscott bendir á að þeir sem glíma við Cushing séu þó með önnur einkenni á borð við slitför, dökkan hárvöxt á andliti og fleira.

Viðvarandi streita hefur þó neikvæð áhrif á heilsuna, þá sérstaklega á æðakerfið, meltinguna, efnaskipti og öndun. En streitan veldur síður kringlóttu andliti heldur eykur frekar líkur á heilsufarsvandamálum á borð við kvíða, þunglyndi, meltingarsjúkdómum, höfuðverkjum, vöðvabólgu, hjartasjúkdómum, háþrýsting, heilablóðfalli og svefntruflunum.

Læknarnir tveir hvetja notendur samfélagsmiðla til að skoða efni með gagnrýna hugsun að vopni. Sjálftitlaðir sérfræðingar geti stundum valdið meiri skaða en gagni. Vissulega sé gott að auka vitund um áhrif streitu á líkamann og að hvetja fólk til þess að hlúa að sjálfum sér. En með því að segja að ákveðin útlitseinkenni bendi til sjúkdóma þá sé í raun verið að stuðla að upplýsingaóreiðu gjarnan í þeim tilgangi einum að selja snákaolíu.

Fólk sjái myndbönd sem þau sem hér hefur verið lýst og fyllist kvíða. Þetta fólk streymir svo til læknanna sinna og heimta þar óþarfa meðferðir eftir að hafa leyft svokölluðum sérfræðingum á TikTok að sjá um greininguna.

Stephanie Ho tekur eins fram að kortisól sé ekki endilega vont hormón. Það er líkamanum. mikilvægt og hjálpar okkur að bregðast við hættu, leysa vandamál og mæta áskorunum. Svo lengi sem áreitið og streitan er ekki viðvarandi þá er stundum bara fínt að hafa há gildi af kortisól.

Streita sé ekki í eðli sínu slæm heldur og oft komi upp aðstæður í lífinu þar sem smá stress er af hinu góða. Truscott nefnir aðstæður eins og að byrja í nýrri vinnu, flytja á nýjan stað, prófa nýjan mat eða byrja í námi. Eins litlar áskoranir á borð við að læra eitthvað nýtt, að fara í rússíbana. Í þessum aðstæðum sé streitan tímabundin og geti í raun bara hvatt fólk áfram til dáða og aukið seiglu.

Ef streita er þó viðvarandi þá er gott að huga að þáttum til að draga úr henni. Svo sem með því að gæta að svefninum, passa mataræði, stunda öndunaræfingar og hugleiðslu og líka bara að lifa í núinu.

Truscott segir að fólk ætti að spyrja sjálft sig í streituvaldandi aðstæðum:

„Mun þetta ástand vara að eilífu? Hefur þessi staða áhrif á allt lifið mitt? Ber ég einn ábyrgð á þessu“

Eins sé gott að hugsa jákvætt um sjálfan sig. Fólk ætti ekki að brjóta sjálft sig niður heldur byggja sig upp, hvetja og styðja alveg eins og við gerum við fólkið sem okkur þykir vænt um.

„Einbeittu þér að því sem þú hefur stjórn á, svo þú getir gert það sem er á þínu færi að breyta, en á sama tíma skaltu sætta þig við það sem þú hefur enga stjórn á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt hlutverk Jóa Fel

Nýtt hlutverk Jóa Fel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnumótasérfræðingurinn fékk ógeðsleg skilaboð frá karlmanni – Náði fram hefndum með stæl

Stefnumótasérfræðingurinn fékk ógeðsleg skilaboð frá karlmanni – Náði fram hefndum með stæl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi J.Lo sendi óræð skilaboð eftir stóru skilnaðartíðindin

Fyrrverandi J.Lo sendi óræð skilaboð eftir stóru skilnaðartíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komin með nóg af Airbnb út af græðgi og kröfum leigusala – „Hvenær varð Airbnb svona hræðilegt?“

Komin með nóg af Airbnb út af græðgi og kröfum leigusala – „Hvenær varð Airbnb svona hræðilegt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tekjudagar DV: IceGuys sögðu gemmér og fengu meira

Tekjudagar DV: IceGuys sögðu gemmér og fengu meira
Fókus
Fyrir 5 dögum

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024