fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Enn annað viðtal dregið fram í dagsljósið – „Þetta er svo sorglegt, af hverju myndi hún segja eitthvað svona?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:44

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Blake Lively á ekki sjö dagana sæla.

Allt byrjaði þetta þegar hún var að kynna nýjustu kvikmynd hennar, It Ends With Us. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Colleen Hoover sem fjallar um heimilisofbeldi. Lively fer með aðalhlutverkið á móti leikaranum Justin Baldoni, sem leikstýrir einnig myndinni.

Bókin sló í gegn á sínum tíma og hafa því aðdáendur beðið spenntir eftir myndinni. Þeir voru fljótir að taka eftir því að leikararnir sáust aldrei saman á viðburðum fyrir myndina og fór fljótlega sú kjaftasaga að ganga að Baldoni hafi gert henni eitthvað. Hann byrjaði að missa fylgjendur á samfélagsmiðlum en síðan breyttist sagan og fóru netverjar að flykkjast í lið með Baldoni.

Sögur af tökustað fóru í fjölmiðla, þar sem Lively átti að hafa látið illa. Síðan fór fólk að bera saman viðtölin hennar í kynningarherferðinni við viðtöl Baldoni, en á meðan hann talaði um heimilisofbeldi, þolendur og úrræði á alvarlegum nótum þá hefur hún verið gagnrýnd fyrir að láta eins og um rómantíska gamanmynd sé að ræða.

@evie.magazine The internet isn’t happy with how Blake Lively has been conducting herself in “It Ends With Us” PR, comparing her interviews to Justin Baldoni’s. After seeing interviews side-by-side, what do you think? #itendswithus #itendswithusmovie #itendswithusbook #blakelively #justinbaldoni ♬ original sound – Evie Girl Shop

Það sem hefur þó valdið Lively mestum skaða eru óþægileg viðtöl og augnablik sem hafa verið birtast undanfarnar vikur. Fyrst var það viðtal hennar frá árinu 2016 við norska blaðamanninn Kjersti Flaa. Sú norska, sem er í dag verðlaunablaðamaður, birti upptöku af viðtalinu á samfélagsmiðlum og sagðist hafa verið að íhuga að hætta í faginu útaf því hvað viðtalið var óþægilegt.

@autumntvx Replying to @Tina Kjersti wrote that it was “the most uncomfortable interview situation I have ever experienced. Is it not ok to congratulate someone on their pregnancy or to ask another woman about costumes she is wearing in a film?” #itendswithus #itendswithusbook #itendswithusmovie #justinbaldoni #justinbaldoniedit #blakelively #blakelivelyedit #lilyandryle #lilyandatlas ♬ original sound – Autumn 🍂

Nú er annað viðtal að vekja athygli. Í því er Lively ólétt og aðspurð hvort eiginmaður hennar, leikarinn Ryan Reynolds, nuddi á henni fæturna á kvöldin segir hún það óþarfi og að óléttar konur ljúgi um þessi einkenni sem og önnur. Undir lokin segist hún vera að djóka en margir aðdáendur eru ekki sáttir.

@u_have_2_call_me_dragon Every pregnancy hits everyone differently. Ive had five kids.. and it was all different experiences while pregnant. You can have a completely different experience from someone else without saying shit like this… #blakelively #pregnantcravings #itendswithus #fypage ♬ original sound – Victoria

Klippan hefur fengið næstum níu milljónir áhorfa og þúsundir hafa skrifað við það. Margir gagnrýna Lively en aðrir koma henni til varnar og segja hana augljóslega hafa verið að grínast.

„Þetta er svo sorglegt, af hverju myndi hún segja eitthvað svona?“ segir einn netverji.

„Hvernig sér fólk ekki að hún er að grínast?!“ segir annar.

„Hún bókstaflega sagði: „Ég er að djóka.“ Þetta er kaldhæðni!“ segir ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“