fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Fókus

Kynlíf með eiginkonunni og frænda hennar svo gott að hann vill opna sambandið

Fókus
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 12:37

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held ég geti ekki haldið áfram í einkvæni eftir að hafa stundað ótrúlegt kynlíf með eiginkonu minni og frænda hennar.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

Maðurinn er 29 ára og konan hans er 27 ára. „Við höfum verið gift í sjö mánuði og alltaf stundað mjög gott kynlíf,“ segir hann.

Frændi konunnar er 25 ára. „Ég hitti hann í fyrsta skipti á brúðkaupsdaginn. Hann er mjög skemmtilegur og þau hafa alltaf verið náin,“ segir maðurinn og tekur fram að fyrir þetta hafði hann aldrei stundað kynlíf með öðrum karlmanni.

„Við búum í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, þannig þegar hann bað um að fá að gista hjá okkur á meðan hann var á æfingum nálægt okkur, þá var ákveðið að hann myndi sofa á gólfinu inni í svefnherbergi.“

Heitt kvöld

Maðurinn fer yfir atburði kvöldsins.

„Ég eldaði kvöldmat handa okkur og það var svo heitt þetta kvöld. Eftir nokkra drykki vorum við orðin öll frekar kennd.

Okkur kom mjög vel saman og fljótlega urðu samtölin kynferðisleg. Hann viðurkenndi að hann hafði alltaf velt því fyrir sér hvernig það væri að vera með öðrum karlmanni. Ég sagðist alltaf hafa verið ánægður með konum en að ég væri opinn fyrir nýjum upplifunum.

Ég held að þetta samtal hafi kveikt í okkur öllum því þegar við fórum að sofa gekk eiginkona mín rakleitt að mér og kyssti mig, á meðan frændi hennar horfði á.

Þetta var eitthvað svo náttúrulegt, við sváfum öll saman og nutum þess að stunda nýtt og öðruvísi kynlíf saman.

Ég hef aldrei verið jafn spenntur kynferðislega. Eiginkona mín naut þess líka og bað frændann um að hitta okkur aftur næstu helgi.

Ég hef aldrei talið mig vera samkynhneigðan en kannski er ég tvíkynhneigður.“

Ráðgjafinn svarar

„Kannski ertu tvíknynheigður. Ef ég ætti að giska þá hafði áfengið þau áhrif að þú varst nógu sjálfsöruggur til að samþykkja þennan fyrsta koss, sem varð til þess að þig langaði að prófa meira.

Sum pör elska að fara í trekant en þið þurfið að setja skýr mörk um hvað er og hvað er ekki leyfilegt.

Afbrýðisemi getur komið upp, annar aðilinn getur orðið hrifinn af þriðju manneskjunni og óöryggi getur orðið vandamál.

Líka, þessi maður er fjölskyldumeðlimur, þið viljið ekki að þetta hafi áhrif á aðra í fjölskyldunni ef allt fer illa.

Ef ykkur langar að bjóða þriðja aðila með ykkur í rúmið þá er best að reynslan með frændanum verði bara einsdæmi og að þið kynnið ykkur þetta betur áður en þið haldið áfram í næsta ævintýri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum
Fókus
Í gær

Hefur fundið fyrir fordómum frá sálfræðingum á Íslandi vegna dáleiðslunnar

Hefur fundið fyrir fordómum frá sálfræðingum á Íslandi vegna dáleiðslunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Hlaðvarpsdrottningarnar hafa það misgott

Tekjudagar DV: Hlaðvarpsdrottningarnar hafa það misgott
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Spurningum um laun Gústa B loksins svarað

Tekjudagar DV: Spurningum um laun Gústa B loksins svarað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer Lopez brýnir klærnar í köldu stríði við eiginmanninn – „Þetta þýðir stríð“ 

Jennifer Lopez brýnir klærnar í köldu stríði við eiginmanninn – „Þetta þýðir stríð“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“