fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fókus

Snerting tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn tilkynnir í dag um tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund.  

Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024, en allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár.  

Á bakvið kvikmyndirnar sex, sem keppa allar um hin eftirsóknarverðu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, eru þónokkrir vel þekktir leikstjórar og framleiðendur sem eru í fararbroddi í norrænum og alþjóðlegum kvikmyndaheimi.  

Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru: 

  • Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures 
  • Finnland: Fallen Leaves Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo 
  • Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film 
  • Ísland: TouchLeikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios 
  • Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys  
  • Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film 

Myndirnar sex, sem fulltrúar Norðurlandanna (Danmerkur, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar), verða sýndar næstkomandi fimmtudagskvöld á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, í sérstakri kynningu á norrænni kvikmyndagerð. 

Norrænu kvikmyndaverðlaunin, sem fyrst voru veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans ,,The Man Without a Past“, hafa síðan þá verðlaunað framúrskarandi myndir eins og ,,You, the Living“ (2008), ,,Antichrist“ (2009), ,,Beyond“ (2011), ,,Fúsi (Virgin Mountain)“ (2015), ,,Louder Than Bombs“ (2016), ,,Flee“ (2021), ,,Dýrið (Lamb)“ (2022), og nú síðast ,,Empire“ (2023). 

Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. 

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru einhver virtustu verðlaun Norðurlandanna, sem fagna einstakri sýn kvikmyndagerðarfólks sem á rætur að rekja til norrænnar menningar. Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (EUR 41,000), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Þetta endurspeglar nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar. 

Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins.  

Vinningshafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður opinberaður 22. október, 2024, á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Tilgangur verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarstarfi og samstarfi í umhverfismálum og veita viðurkenningu fyrir afburðaárangur á þessum sviðum. Jafnframt er þeim ætlað að auka sýnileika norrænnar samvinnu á alþjóðavísu.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vefur lyga til að reyna að hafa Presley fjölskylduna að féþúfu afhjúpaður – Sú seka á yfir höfði sér 20 ár í fangelsi

Vefur lyga til að reyna að hafa Presley fjölskylduna að féþúfu afhjúpaður – Sú seka á yfir höfði sér 20 ár í fangelsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telja Hollywood-stjörnuna Blake Lively á barmi slaufunar

Telja Hollywood-stjörnuna Blake Lively á barmi slaufunar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“