fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Tekjudagar DV: Hlaðvarpsdrottningarnar hafa það misgott

Fókus
Mánudaginn 19. ágúst 2024 10:54

Frá vinstri: Sunneva Einars, Birta Líf, Gurrý, Lína Birgitta, Sólrún Diego, Brynhildur Gunnlaugs og Sara Jasmín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsældir hlaðvarpa hafa aukist gífurlega síðustu ár og er til aragrúi af íslenskum hlaðvarpsþáttum. Undanfarin ár hafa áhrifavaldar fært út kvíarnar og stofnað hlaðvarpsþætti sem hafa slegið í gegn hjá aðdáendum. Þar má nefna sérstaklega þrjá hlaðvarpsþætti í umsjón vinkvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar vinsælar á samfélagsmiðlum: Teboðið, Spjallið og Gellukast.

Launahæst er Sunneva Einarsdóttir, með yfir 1,2 milljónir á mánuði í laun að meðaltali miðað við greitt útsvar 2023. Launalægst er Brynhildur, með tæplega 50 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Teboðið 🫖🦋💓 (@tebodid_)

Teboðið

Teboðið er í umsjón Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur. Fyrsti þáttur fór í loftið fyrir þremur árum og hafa þær síðan stofnað áskrift fyrir hörðustu hlustendur.

Sunneva Einarsdóttir

Sunneva Einarsdóttir er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Hún er með rúmlega 58 þúsund fylgjendur á Instagram og er reglulega í samstarfi með fyrirtækjum á borð við Nike, Nocco, Marc Inbane, Gina Tricot og Lancome.

Sunneva hefur reynt fyrir sér í sjónvarpi með góðum árangri. Hún hefur komið fram í tveimur raunveruleikaþáttum á Stöð 2, #Samstarf og LXS.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Sunnevu nemi 1.224.572 kr. á mánuði.

Hún hefur hækkað þó nokkuð í gegnum árin. Árið 2020 voru mánaðartekjur hennar um 190 þúsund krónur og árið 2021 voru þær rétt undir 540 þúsund krónur á mánuði. Árið 2022 voru þær 709.950 kr. á mánuði.

Birta Líf Ólafsdóttir

Birta Líf er markaðssérfræðingur og með um 16 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hún hefur einnig verið í ýmsum samstörfum við fyrirtæki í gegnum árin, eins og Eleven Australia og gáfu þær vinkonurnar nýlega út ísinn Bestís í samstarfi við Kjörís.

Tekjur Birtu Lífar voru 357.364 kr. í fyrra miðað við greitt útsvar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SPJALLIÐ PODCAST (@spjallid.podcast)

Spjallið

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, og Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, halda úti hlaðvarpinu Spjallið.

Þær breyttu fyrirkomulagi þáttarins í október í fyrra og er nú hægt að kaupa áskrift.

Sólrún Diego

Þrifglaði áhrifavaldurinn Sólrún Diego er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur haldið þeim titli í þó nokkur ár. Hún hefur skrifað tvær bækur um þrif og skipulag og þar að auki gefið út skipulagsdagbók.

Hún er með rúmlega 46 þúsund fylgjendur á Instagram, auglýsir ýmsar vörur á miðlinum og er reglulega í stærri samstörfum við ýmis fyrirtæki.

Hún gekk til liðs við markaðsteymi Kringlunnar fyrir ári síðan.

Mánaðarlaun hennar árið 2023 miðað við greitt útsvar voru 609.739 kr. Þau hækkuðu milli ára, en mánaðarlaun hennar voru 473.905 kr. að meðaltali árið 2022.

Lína Birgitta Sigurðardóttir

Lína Birgitta hefur rekið fatafyrirtækið Define The Line í árabil. Hún opnaði rými fyrir atvinnurekendur – „business pad“ – ásamt unnusta sínum, Gumma Kíró, árið 2022 en seldu það í febrúar í fyrra.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Línu Birgittu séu 485.813 kr. 

Til samanburðar var hún með  356.204 kr í tekjur árið 2022 og 413.720 kr. í tekjur árið 2021.

Gurrý Jónsdóttir

Guðríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Gurrý, er snyrtifræðingur, eigandi snyrtistofunnar Kopar og áhrifavaldur.

Hún var með 237.434 kr. í tekjur miðað við greitt útsvar 2023.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by GELLUKAST (@gellukast)

Gellukast

Áhrifavaldarnir og vinkonurnar Brynhildur Gunnlaugsdóttir og Sara Jasmín Sigurðardóttir eru með hlaðvarpið Gellukast.

Brynhildur er mjög vinsæl, bæði hérlendis og erlendis. Hún er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok og 122 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún stofnaði íþróttavörumerkið Áróra fyrir tæplega ári síðan.

Hún var með 49.469 kr. í mánaðarlaun að meðaltali í fyrra miðað við greitt útsvar 2023.

Sara Jasmín

Sara Jasmín starfar sem markaðsstjóri samfélagsmiðla hjá heildsölunni Reykjavík Warehouse og nýtur einnig vinsælda á samfélagsmiðlum.

Hún var með 473.253 kr. í mánaðarlaun að meðaltali í fyrra miðað við greitt útsvar 2023.

Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024