fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Birgir Steinn opnar sig um andleg veikindi – „Þetta er bara hluti af mér“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. ágúst 2024 19:25

Birgir Steinn Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þættinum af Einmitt sem var að koma á hlaðvarpsveitur. Birgir er einn besti lagahöfundur ungu kynslóðarinnar. Hann flytur sína eigin tónlist undir nafninu Birgir, en hefur einnig unnið að ýmsum tónlistarverkefnum í samstarfi við aðra og þá hefur hann einnig samið með og fyrir aðra listamenn bæði hér heima og erlendis.

Í þættinum ræðir Birgir Steinn í fyrsta sinn opinberlega andleg veikindi sem hann glímdi við undanfarin ár, hann ræðir tónlistina, nýstofnaða fjölskyldu og framtíðina í tónlistinni.

Gefur loksins út á íslensku

Birgir gaf fyrir stuttu frá sér stuttskífuna Undanfarið sem er, ólíkt fyrra efni frá Birgi Steini, öll á íslensku.

„Pabbi er búinn að vera að segja að ég ætti að gefa jafnt út á íslensku og ensku. Ég var eitthvað að ofhugsa framan af en ég áttað mig á því að hann hafði rétt fyrir sér eins og oft“.

Faðir Birgis Steins er tónlistarmaður Stefán Hilmarsson.

Plötuna samdi Birgir Steinn í fæðingarorlofi en hann og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Emanúel Dag, fyrir ári síðan. Á sama tíma er Birgir Steinn að vinna og gefa út efni á ensku eins og hann hefur gert frá árinu 2017. Nýlega kom út lagið L.U.C.K.Y. en lagið er hluti af plötu sem kemur út snemma á næsta ári.

Rúmlega 50 milljónir „Geta fílað það“

Langstærsti smellur Birgir Steins er lagið Can You Feel It sem kom út árið 2017 og hefur verið spilað rúmlega 50 milljón sinnum á Spotify. Lagið var notað í risa sjónvarpsþáttaröðum eins og America’s Got Talent og American Idol og Einar spyr út í þennan tíma og hvernig hægt sé að ná svona svakalegri spilun á lag án þess að vera að túra um heiminn og spila eða vera stanslaust að koma sér að á erlendum markaði.

Illa tímasett andleg veikindi

Svarið kemur Einari og líklega allflestum hlustendum á óvart því Birgir Steinn opnar sig þá með það að í framhaldi af velgengni lagsins, einhvern tíma árið 2018 hafi hann þurft að „kljást við leiðinleg og pirrandi tímasett andleg veikindi“, eins og hann orðar það sjálfur. Veikindin lýstu sér í lamandi kvíða sem hann átti erfitt með að sjá fram úr.

„Það var með mikilli sjálfsvinnu og hjálp minna allra nánustu sem ég náði hægt og rólega að vinna mig út úr þessu.“

Þetta er hluti af mér

Birgir Steinn hefur aldrei rætt þessar áskoranir utan síns nánasta hóps og gerir jafnvel ráð fyrir því að einhverjir af vinum sínum úr innsta hring muni jafnvel heyra fyrst af þeim núna.

„Það sem hefur hjálpað mér mest var að byrja að tala um þetta og sætta mig við það að þetta er bara hluti af mér,“ segir Birgir þegar talið berst að því hvernig hann stendur í dag. Hann lýsir því hvernig hann vinnur með þessi veikindi enn þann dag í dag. Hann segist að fullu meðvitaður um veikindin og ráði miklu betur við lægðirnar í dag með þeim verkfærum sem honum hafi verið færð í vinnunni við það að ná tökum á sjúkdóminum.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar Einmitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“