Ein umtalaðasta manneskjan á nýliðnum ólympíuleikum er alsírska hnefaleikastjarnan Imane Khelif. Eftir bardaga hennar við hina ítölsku Angelu Carini var hún ranglega sökuð um að vera karlmaður að keppa í kvennaflokki á ósanngjarnan hátt.
Hingað til hafa nær eingöngu verið birtar myndir af Khelif í keppnisbúningi eða í íþróttafatnaði. En eftir að hún vann gullið fór hún í myndatöku sem sýna okkur allt aðra mynd af henni. Myndirnar birti hún á samélagsmiðlum.
Á myndunum má sjá Khelif með slegið hár, farða og varagloss. Er hún klædd í blómakjól eða blússu og með bleika blómaeyrnalokka og vitaskuld ólympíugullið sem hún vann í París hangandi um hálsinn.
Eins og DV greindi frá í vikunni þá ætlar Khelif ekki að taka því hatri og rangfærslum um hana þegjandi. Lagði hún fram kæru á hendur J.K. Rowling, Elon Musk og fleirum sem hafa látið gamminn geysa á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Saksóknari í Frakklandi rannsakar málið.