fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Fókus

Fjölmenni í ísveislu Kjörís – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag. Hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hátíðin byrjaði kl. 11 og stóð til kl 14 í dag, eins og segir í fréttatilkynningu.

Mikið álag skapaðist á gatnakerfið og mynduðust raðir langt upp alla Kambana og langleiðina til Reykjavikur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að þetta hafi verið alger metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. 

Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira. Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. 

Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Stöllurnar úr Teboðinu þær Sunneva Einars og Birta Líf voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís sem þær settu á markað með Kjörís fyrir um sex vikum og hefur algerlega slegið í gegn. Margir notuðu tækifærið og fengu sjálfu með þeim eða notuðu tækifærið til að smakka í fyrsta sinn en Bestís er sennilega ein fyrsta íslenska áhrifavalda matvaran sem kemur á markað og hafa hundruð tekið áskorun þeirra í Teboðinu og birt myndir af sér við bragðkönnun á ísnum á samfélagsmiðlum. 

Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís-Biscoff kex og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum COVID þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. En þetta mun vera 15. skiptið sem hátíðin fer fram.  

Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður Kjörís í janúar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Benedikt Rúnar og Jónbjörg nýtt par

Benedikt Rúnar og Jónbjörg nýtt par
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun