fbpx
Þriðjudagur 13.ágúst 2024
Fókus

Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zak Nelson og Elliot Griffiths ætla að ferðast til Íslands í október. Slíkt væri kannski ekki í frásögu færandi, en þetta er önnur ferð breska parsins til landsins á þessu ári.
Sú fyrri í apríl endaði ekki vel en parið lenti í hörðum árekstri á hringveginum fljótlega eftir komuna til landsins. Zak slapp vel frá árekstrinum en Elliot ekki og lá hann á Landspítalanum í nokkurn tíma áður en hann komst heim. Hvorugur náði því að upplifa mikið af landinu.

„Við erum að koma aftur til Íslands! Við erum nýbúnir að bóka ferð, af hverju? Við erum búnir að spyrja sjálfa okkur að því nokkrum sinnum, líka eftir að við bókuðum ferðina. Kannski verðum við með svar þegar við komum heim,“ segir Zak.

Sjá einnig: Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Hann segir þá vera að leita að rólegu og góðu hóteli þar sem þeir geta eldað og haft það rólegt.

„Okkur finnst mikilvægt að koma aftur á staðinn þar sem þetta gerðist til að takast á við sálræna áfallið, að Ísland sé vondur staður, af því að landið er það ekki,“ segir Zak. Hann segist hafa fengið að sjá og upplifa Reykjavík á þremur og hálfri viku, en Elliot vilji sjá borgina enda hafi hann nær ekkert séð af henni sökum sjúkrahúsdvalarinnar.

Parið ætlar að heimsækja Landspítalann og segir Zak að hann hefði kannski ekki átt að segja frá því þar sem það átti að koma á óvart, en margir af starfsfólkinu fylgi honum á TikTok þannig að þau muni sjá það „Við viljum heilsa öllum yndislegu hjúkrunarfræðingunum og læknunum,“ segir Zak, sem bað Elliot á spítalanum.

Hann tekur fram að þeir ætli ekki að leigja bíl heldur nota almenningssamgöngur og skoða helstu áfangastaði borgarinnar.

„Við munum vonandi græða sárin en við erum líka dálítið stressaðir,“ segir Zack og Elliot tekur undir það. „Sjáumst fljótlega.“

@busman_zak we’re coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day – Satria Petir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gríðarleg gróska í íslensku jazzsenunni

Gríðarleg gróska í íslensku jazzsenunni
Fókus
Í gær

Þekktur leikari úr Scarface fannst látinn

Þekktur leikari úr Scarface fannst látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flugmenn nefna átta hluti sem þeir gera aldrei sem farþegar – Stefán Dór með gott ráð fyrir klósettferðir

Flugmenn nefna átta hluti sem þeir gera aldrei sem farþegar – Stefán Dór með gott ráð fyrir klósettferðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi mynd: Þær pöntuðu vatn á sundlaugarbarnum tveimur mínútum áður

Hrollvekjandi mynd: Þær pöntuðu vatn á sundlaugarbarnum tveimur mínútum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Trompaðist þegar blaðamaður spurði hana óvæntrar spurningar og köld í garð manns síns – „Hún þolir ekki þegar Harry talar“

Trompaðist þegar blaðamaður spurði hana óvæntrar spurningar og köld í garð manns síns – „Hún þolir ekki þegar Harry talar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrik biðst afsökunar – „Ég var eini fávitinn í þessu samtali“

Patrik biðst afsökunar – „Ég var eini fávitinn í þessu samtali“