fbpx
Mánudagur 12.ágúst 2024
Fókus

„Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 10:35

Friðrik Ómar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson horfir til baka í tilefni Hinsegin daga.

Friðrik Ómar ólst upp á Dalvík og vissi að hann væri samkynhneigður í tíu ár áður en hann kom út úr skápnum. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði komið fyrr út úr skápnum ef hann hefði búið á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er vel við hæfi að líta um öxl og birta mynd við Hjarðarslóð 4d á Dalvík þar sem ég bjó frá sjö ára til tvítugs. Þarna mótaðist maður. Það hefur að langmestu leyti verið frábært að vera hommi. Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég hefði sennilega komið fyrr út ef ég hefði búið í borginni. Hver veit?“ segir söngvarinn í einlægri færslu á Instagram.

„En umfram allt vil ég að þið vitið að ég er eins og ég er og þið eruð það líka. Við erum öll hinsegin og allskonar en fyrst og fremst manneskjur. Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð heldur fá að hvíla í friði í okkur sjálfum meðan við erum á lífi, bera höfuðið hátt, vera hugrökk og fylgja hjartanu.

Það á ekkert og engin að standa í vegi fyrir því. Það er mikilvægt að minna á starf Samtakanna ‘78 fyrir þá sem þurfa stuðning, fræðslu eða bara taka samtalið. Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið, finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og við munum ALDREI gefast upp. Gleðilega hinsegin daga elsku bræður, systur og allskonar fólk. Við erum langflottust!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hún hunsaði þessi sjúkdómseinkenni – Nú vill hún vara aðra við

Hún hunsaði þessi sjúkdómseinkenni – Nú vill hún vara aðra við
Fókus
Í gær

Flugmenn nefna átta hluti sem þeir gera aldrei sem farþegar – Stefán Dór með gott ráð fyrir klósettferðir

Flugmenn nefna átta hluti sem þeir gera aldrei sem farþegar – Stefán Dór með gott ráð fyrir klósettferðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi rifjar upp þegar Stefán læknir kom honum til bjargar í World Class

Simmi rifjar upp þegar Stefán læknir kom honum til bjargar í World Class
Fókus
Fyrir 3 dögum

Trompaðist þegar blaðamaður spurði hana óvæntrar spurningar og köld í garð manns síns – „Hún þolir ekki þegar Harry talar“

Trompaðist þegar blaðamaður spurði hana óvæntrar spurningar og köld í garð manns síns – „Hún þolir ekki þegar Harry talar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kleini snýr aftur og er kominn til að vera – „Það er margt búið að ske, fjandinn hafi það“

Kleini snýr aftur og er kominn til að vera – „Það er margt búið að ske, fjandinn hafi það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðskiptavinur fékk flogakast í miðjum húðflúrstíma

Viðskiptavinur fékk flogakast í miðjum húðflúrstíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónabandsvandræði hjá Nadine Guðrúnu og Snorra – „Við erum ekki gift“

Hjónabandsvandræði hjá Nadine Guðrúnu og Snorra – „Við erum ekki gift“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland kynnir nýtt og öflugt teymi

Ungfrú Ísland kynnir nýtt og öflugt teymi