fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Fagna endalokum Veislunnar – „Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – hverjum hefði dottið það í hug“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:12

Patrik Snær Atlason. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttufólk fagnar endalokum útvarpsþáttarins Veislunnar á FM957. Þátturinn var í umsjón tónlistarmannsins Patriks Snæs Atlasonar, sem ber listamannsnafnið Prettyboitjokko, útvarpsmannsins Gústa B og fyrrverandi fótboltamannsins Sigga Bond.

Fyrir viku síðan fór allt í háaloft þegar Patrik lét nauðgunarbrandara falla í beinni útsendingu. Hann spurði hlustanda hvort hann ætlaði að „mæta með botnlaust tjald“ á Þjóðhátíð í Eyjum. Samkvæmt gömlum umræðum á netinu þýðir að það að taka með sér botnlaust tjald, að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og brjóta gegn henni. Margir vildu þá meina að Patrik væri í raun að spyrja hlustandann: „Ætlarðu að nauðga einhverjum á þjóðhátíð?“

Það var hart sótt að Patrik í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu og sendu fjölmargir kvörtun á Sýn og Þórdísi Valsdóttur, forstöðumann útvarpsmiðla Sýnar.

Sjá einnig: Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Í samtali við DV í síðustu viku sagði Þórdís að Patrik starfaði sem verktaki hjá fyrirtækinu við að stýra Veislunni á FM957 einu sinni í viku.

„Ef ég tala fyrir mitt leyti þá er aldrei í lagi að tala um kynferðisofbeldi á léttum nótum,“ sagði hún.

„Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“

Ekki náðist í Patrik við vinnslu fréttarinnar í síðustu viku og hefur tónlistarmaðurinn ekkert tjáð sig um málið opinberlega. Hann er nú staddur erlendis ásamt kærustu sinni, Friðþóru Sigurjónsdóttur.

Patrik birti þessa mynd í Story á Instagram í morgun. Skjáskot/Instagram

Fagna endalokunum

Í gær greindi Vísir frá því að Veislan hafi verið tekin af dagskrá FM957. Þórdís, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, vildi ekki tjá sig frekar um málið og ástæður þess að hún hafi ákveðið að taka þáttinn úr loftinu.

Endalokunum var fagnað í Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í gærkvöldi.

„Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – [hverjum hefði dottið það í hug]. Vonandi lærir einhver að orðum fylgir ábyrgð og að horfa út fyrir eigin forréttindi,“ segir ein.

„Takk fyrir Þórdís,“ segir önnur.

„Glæsilegt! Bara loksins, því miður þá sér maður þetta ekki nógu oft þar sem það er bókstaflega afleiðingar fyrir svona framkomu,“ segir ein.

Aðrir benda á næstu verkefni sem eru á dagskrá hjá Patrik, eins og að koma fram á Menningarnótt.

„Er ekki hægt að þrýsta á viðburðarstjórn menningarnætur að taka hann af dagskrá?“ spyr ein.

„Vek athygli á tveimur atriðum á Rásar 2 tónleikum á Menningarnótt, þá er súkkulaði strákurinn einnig á Bylgjutónleikunum spurning hvort að því verður,“ segir einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?