fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Jennifer bálreið og upplifir sig niðurlægða – „Þetta hlýtur að vera eitthvað met“

Fókus
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 13:30

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumur aðdáenda leikstjórans Ben Affleck og söngkonunnar Jennifer Lopez, virtust rætast árið 2021 þegar parið tók aftur saman, tæpum tveimur áratugum eftir að þau slitu trúlofun sinni. Að þessu sinni tókst parinu, sem gengur undir viðurnefninu Bennifer, að komast í hnapphelduna. Þau giftu sig meira að segja tvisvar, í skyndi í Las Vegas sumarið 2022 og svo með pomp og prakt mánuði síðar. Aðeins tveimur árum síðar virðist ástin hafa fuðrað upp og hjónin stefna á skilnað.

Að sögn Page Six er Jennifer nú niðurlægð og bálreið út í mann sinn þar sem hann hafi ákveðið að fresta því að sækja formlega um skilnað til að hlífa henni. Ben vorkenni konu sinni sem hafi fengið slæma útreið í umræðunni undanfarið og hann mun ekki kæra sig um að sparka í liggjandi eiginkonu sína. En Jennifer kann honum engar þakkir fyrir þessa tillitssemi. Þvert á móti sé hann að niðurlægja hana með því að koma fram við hana eins og grey.

„Hún er brjáluð. Hann hefur niðurlægt hana. Það var hann sem átti frumkvæðið að því að þau tækju aftur saman,“ sagði ónefndur heimildarmaður við miðilinn. „Hann hefur smánað hana þar sem hún hefur lýst því opinberlega að hann sé stóra ástin í klífi hennar. Þau giftu sig tvisvar bara fyrir tveimur árum. Þetta hlýtur að vera eitthvað met, þau eru engir krakkar lengur.“

Jennifer sé ekki tilbúin að sætta sig við að hjónabandið sé búið. Þau slitu samvistum fyrir nokkrum mánuðum og hafa sett sameiginlegt heimili sitt á sölu. Hjónin hafa ekki tilkynnt formlega að þau séu að skilja en það þykir þó liggja ljóst fyrir að slík tilkynning muni berast áður en langt um líður.

Orðið á götunni er að skilnaðinn megi rekja til máls rapparans Sean Diddy Combs sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og mansal. Tónlistarframleiðandinn og glæpamaðurinn Suge Knight segir að alríkislögreglan, FBI, hafi fundið myndbönd af Jennifer Lopez í fórum Diddy. Lögreglan hafi sýnt Ben upptökurnar og hann þá um leið misst áhugann á eiginkonu sinni. Knight telur að þar hafi mátt finna sönnun þess að Jennifer Lopez tengdist skotárás á næturklúbb árið 1999 og að hún hafi tekið þátt í því að koma sökinni yfir á saklausan mann.

Ummæli Knight ber þó að meta með gagnrýnni hugsun. Af hverju hefði FBI sýnt Ben upptökurnar og hvernig hefði Knight svo sem átt að komast að því, þar sem Knight er fangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“