fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Er Paul McCartney löngu látinn?

Fókus
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar eru eins ólíkar og þær eru margar, og ekki eru allar jafn sannfærandi. Þó nokkrar kenningar snúa að heimi tónlistarinnar. Einkum varða þessar samsæriskenningar andlát hinna ríku og frægu sem deyja fyrir aldur fram. Má þar nefna langlífa samsæriskenningu um að Elvis Prestley hafi í raun ekki látið lífið árið 1977 heldur hafi hann fengið nóg af frægðinni og hreinlega sviðsett dauða sinn og farið í felur. Önnur vinsæl kenning er að tónlistarmaðurinn Kurt Cobain hafi ekki framið sjálfsvíg árið 1994 heldur hafi barnsmóðir hans, Courtney Love, látið myrða hann. Kenningar sem þessar snúa að andlátum sem hafa formlega verið tilkynnt. Svo eru líka til kenningar þar sem því er haldið fram að hin og þessi stjarnan hafi látið lífið en verið skipt út fyrir tvífara til að áfram sé hægt að græða á frægð þeirra.

Ein kenning sem hefur áður verið fjallað um hér er sú að söngkonan Avril Lavinge hafi látið lífið og tvífari tekið hennar stað. Önnur sambærileg kenning, en þó töluvert eldri, er kenning sem gengur undir nafninu „Paul er dauður“ en þar er því haldið fram að Bítillinn Paul McCartney hafi í raun látið lífið árið 1966 og tvífari tekið hans stað.

Félagarnir í hlaðvarpinu Álhatturinn tóku þá kenningu fyrir á dögunum.

Paul er dauður

Segir í lýsingu þáttar:

„Flest könnumst við eflaust við Bítlana, eina vinsælustu og sigursælustu hljómsveit allra tíma, sem fór sigurför um heiminn um miðbik síðustu aldar. Þeir félagarnir George, John, Paul og Ringo, stofnuðu hljómsveitina í Liverpool á Englandi árið 1960 og voru nánast í guðalíki á tímabili og þá sér í lagi hjá unga fólkinu. Plötur þeirra seldust í bílförmum og hvert sem þeir fóru voru þeir eltir á röndum af æstum aðdáendum og enn þann dag í dag njóta plötur þeirra og lög gífurlegra vinsælda.

Færri, en þó einhverjir, kannast þó við áhugaverða samsæriskenningu um að einn Bítlanna, Paul McCartney, hafi látist í bílslysi árið 1966 og verið skipt út fyrir tvífara sinn og loddara. Í upphafi var bara um einhverskonar flippskunka flökkusögu að ræða, sem virðist aðallega hafa verið rædd í hipstera partýjum og reykfylltum herbergjum á háskóla heimavistum.

Það breyttist haustið 1969 þegar háskólablaðið Drake Times-Delphic í Iowa birtir grein með fyrirsögninni Paul is dead þar sem sú kenning að Paul McCartney hafi látist í bílslysi er reifuð. Í október sama ár vekur hinn goðsagnakenndi útvarpsmaður Russ Gibb athygli á málinu í útvarpsþætti sínum, eftir að diggur hlustandi og aðdáandi þáttarins hafði hringt inn í þáttinn og vakið athygli Russ á kenningunni. Eftir það var kötturinn kominn úr tunnunni og sagan dreifðist hratt um heiminn líkt og eldur í sinu.“

Loddara-Paul

Í samræmi við tíðarandann og þann dulúðarblæ sem einkennir samsæriskenningar þá lögðust aðdáendur Bítlanna yfir myndir, lagatexta og allt til að reyna að finna vísbendingar sem staðfestu andlát Paul. Álhattar reka hvaða meintu vísbendingar hafa fundist fyrir kenningunni og mögulegar ástæður þess að andláti Paul yrði haldið leyndu.

„Lést Paul McCartney raunverulega í slysi á léttbifhjóli sínu árið 1966 eða er bara um reykmettaðar pælingar einhverra misvitra hippa, með kannski aðeins of mikinn frítíma eða örlítið of óhindrað aðgengi að hinum ýmsu ofskynjunarefnum og vímuefnum að ræða?

Til eru þau sem vilja meina að gífurlegur munur sé á Paul fyrir og eftir 1966 og nefnir fólk þar oft mismunandi hæð þeirra tveggja, breytta rödd og jafnvel að hinn falski Paul, einnig þekktur sem Faul, sé rétthentur á meðan hinn raunverulegi og upphaflegi Paul hafi verið örvhentur. Svo eru þau til sem vilja meina að Faul sé með allt annan augnlit en hinn raunverulegi Paul og að hann sé jafnvel með annað augað úr gleri.

En ef Paul er dáinn og Faul tók við vissu þá hinir Bítlarnir þá af útskiptunum og tóku fullan þátt í blekkingarleiknum? Eða tókst Faul jafnvel að blekkja samstarfsfélaga sína og vini? Hvað segja ættingjar og vinir Paul eða jafnvel Paul(Faul?) sjálfur?

Er eitthvað til í þessari flökkusögu og samsæriskenningu eða er fyrst og fremst um fyndnar og skemmtilegar pælingar rammskakkra háskólanema að ræða?

Þetta og svo margt, margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá langlífu, stórskemmtilegu en mögulega örlítið fjarstæðukenndu samsæriskenningu að Paul McCartney úr Bítlunum hafi látist af slysförum árið 1966 og verið skipt út fyrir loddarann Faul.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Í gær

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefanía er í hamingjusömu sambandi en samt í sambandsráðgjöf – „Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki“

Stefanía er í hamingjusömu sambandi en samt í sambandsráðgjöf – „Mér finnst þetta vera bara hjálpartæki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Jean byrjar alla morgna á því að fara út og hlaupa tvo kílómetra – „Eitt með venjur, þetta var ekki svona í upphafi“

Helgi Jean byrjar alla morgna á því að fara út og hlaupa tvo kílómetra – „Eitt með venjur, þetta var ekki svona í upphafi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnsteinn Manuel hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2024

Unnsteinn Manuel hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lily Allen er í rusli og sársaukinn það eina sem kemst að – Þvertekur fyrir rætið slúður

Lily Allen er í rusli og sársaukinn það eina sem kemst að – Þvertekur fyrir rætið slúður