fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Fjórtán tjákn eru að deyja út – Þetta er óvinsælasta tjáknið á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. ágúst 2024 13:15

Tjákn eru mismikið notuð í samskiptum. Mest af yngra fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjákn (emoji) eru orðin ómissandi hluti af óformlegum samskiptum fólks á netinu. Læk, hjarta, broskall, fýlukall, eggaldin. Öll þekkjum við þetta vel og notum.

En tjákn koma og fara. Þau lúta tískubylgjum eins og hvað annað í mannlegum samskiptum. Notkun tjákna er mjög mismunandi eftir löndum og jafn vel innan þeirra. Sum tjáknin eru einnig við það að deyja út, eins og risaeðlurnar og geirfuglinn.

Á vefsíðunni Superside er gerð greining á því hvaða tjákn eru við það að falla í gleymskunnar dá vegna þess að sífellt færri og færri nota þau.

Dvínandi vinsældir

Samkvæmt Superside eru það 14 tjákn sem eru í hvað mestri hættu á að deyja út. Þessi tjákn gætu hugsanlega verið fjarlægð á komandi árum.

Það tjákn sem hefur hrapað langtmest í vinsældum er „OK-handatjáknið“.  Það hefur hrapað um 66 sæti á lista yfir vinsælustu tjáknin.

Í öðru sæti er „stjarfur maður“ sem hefur fallið um 26 sæti, „tveggja handa fagnaðarlæti“ um 18, „api með hendur fyrir augu“ um 12 og „pís-handatjáknið“ um 11.

Á meðal annarra tjákna sem eru að glata vinsældum sínum má nefna „tvö hjörtu“, „hjarta með ör“, „glott út í annað“ og „sólgleraugna broskall“.

Á síðunni er einnig greining á hvaða tjákn eru að hrapa í hvaða löndum. Þar má sá að „Ok-handatjáknið“ hefur hrapað mest á Íslandi. Í Bandaríkjunum er það tjáknið „glott út í annað“ sem hefur hrapað mest en í Evrópu er það tjáknið „öskrað af hræðslu.“

Tengt haturssamtökum

Nefnt er að ástæða fyrir minnkandi notkun ákveðinna tjákna er oft sú að þau verða einhverra hluta vegna tengd við eitthvað neikvætt. Að sögn gyðingasamtakanna ADL (Anti Defamation League) hefur „OK-handatjáknið“ verið notuð af hægri öfgasamtökum sem boði kynþáttahatur. Það gæti skýrt óvinsældirnar.

Eldra fólk notar minna af tjáknum

Einnig er vísað í könnun YouGov þar sem rannsökuð var almenn notkun tjákna. Kom þar í ljós að yngsta fólkið notar mest af tjáknum og minnkar notkunin með hækkandi aldri.

Í könnuninni kemur fram að 15 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri hafa aldrei nokkurn tímann notað tjákn. Ekki einu sinni læk eða hjarta. Þegar aldurshópurinn 18 til 44 ára var skoðaður kom í ljós að aðeins 3 prósent þeirra höfðu aldrei notað tjákn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins