Íslenski fáninn á Lögbergi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stærsta ferðahelgi ársins er hafin með pompi og prakt og má búast við því að Íslendingar um land allt séu að skríða út úr tjöldum eða klöngrast út úr kojum í sumarbústöðum, aðrir halda sig heima fyrir og nenna ekki neinu flandri. Það má búast við því að landsmenn séu í misjöfnu ásigkomulagi eftir nóttina og því að kann það að þykja ósanngjarnt að hent sé í fyrirvaralaust skyndipróf um Ísland. En svona er bara lífið.
Hér að neðan eru 30 spurningar, miserfiðar, um ýmislegt sem tengist Íslandi og í flestum tilvikum eitthvað sem landsmenn á flakki hafa barið augum.
Endilega látið reyna á þekkingu ykkar, kæru lesendur, og hafið það gott um verslunarmannahelgina!
1. Hvað heitir þessi bær?
2. Þessi foss er sagður einn af þeim fallegustu á landinu. Hvað heitir hann?
3. Í hvaða vík má finna þessi listaverk eftir Sigurð Guðmundsson?
4. Í hvaða þéttbýlisstað má finna þessa gagnvirku sýningu, 1238, um baráttuna á Íslandi fyrr á öldum?
5. Hvað heitir þetta náttúruundur?
6. Hvar má finna þessa notalegu sundlaug?
7. Við hvaða bæ stendur þetta listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur sem nefnist Álög?
8. Á hvaða fjalli er þessi ratsjárstöð Nató?
9. Hvar má berja þessa tilkomumiklu kirkju augum?
10. Hvað heitir þessi sólkyssta fjara?
11. Af hvaða bæ er þessi mynd, sem tekin er af Google Earth?
12. Hvað heitir þessi stórbrotna náttúruperla á Austurlandi?
13. Hvar má finna þessa tignarlegu en yfirgefnu síldarverksmiðu?
14. Hvað heitir þessi fámenni bær?
15. Í hvaða landshluta er þessi baðstaður?
16. Í hvaða bæ er þessi litríka gata?
17. Þetta menningarsetur á Hala í Suðursveit er nefnt eftir hvaða þjóðþekkta rithöfundi?
18. Hvað heitir þetta þorp?
19. Í hvaða bæjarfélagi er þessi sundlaug?
20. Í útjaðri hvaða bæjar er Páskahellir?
21. Í hvaða bæ má finna safn um franska sjómenn?
22. Hvað heita þessi tilkomumiklu jarðgöng?
23. Á Stöðvarfirði má finna steinasafn sem nefnt er eftir stofnandanum. Hvað heitir hún?
24. Hvað heitir þessi vinsæli áfangastaður?
25. Hvar má finna Heimskautagerðið?
26. Hvar má finna hinn tilkomumikla Brimketil
27. Hvaða bær blasir hér við?
28. Í hvaða vatni má finna hinn stórmerkilega kúluskít?
29. Þarna hefur nú verið skrallað í gegnum tíðina. Hvað heitir samkomustaðurinn?
30. Hver er næsti þéttbýlisstaður í grennd við hið magnaða Fjaðrárgljúfur?
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Þetta er frekar dapurt
Þú þarft að ferðast meira um Ísland og hafa augun opin
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Skítsæmilegt
Það er ekki beint hægt að hreykja sér af þessu en þú varðst þér ekki til skammar!
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Þetta er bara nokkuð gott
Fínn árangur en alltaf möguleiki að bæta sig
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Vel gert
Mjög fínn árangur, þú ert nokkuð vel að þér um land og þjóð
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Ótrúlegur árangur
Þú er með magnaða þekkingu á Íslandi. Glæsilega gert!
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú Ísland?
Fullkomnun!
Við eigum ekki til aukatekið orð. Þvílík frammistaða. Við getum ekki lofað móttöku á Bessastöðum en við reynum!