fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Fókus

Forsprakki Foo Fighters dissar Swift – Neitaði að svara fyrir skotið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. ágúst 2024 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsprakki Foo Fighters, Dave Grohl, dissaði tónlistarkonuna Taylor Swift fyrir mánuði síðan. Aðspurður um atvikið í gær, fimmtudag, þagði Grohl hins vegar þunnu hljóði.

„Margir telja að fullyrðingar þínar um að Taylor syngi ekki „læf“ séu ósanngjarnar,“ skaut blaðamaður TMZ að Grohl þegar hann gekk að bíl sínum í Los Angeles. „Af hverju heldurðu að hún spili ekki „læf“?“

Grohl rak einfaldlega upp stór augu áður en hann settist í farþegasætið þegar blaðamaðurinn gaf honum tækifæri til að skýra orð sín.

Grohl komst í fréttirnar í júní þegar hann gaf í skyn að Swift syngi ekki í beinni útsendingu á metsölutúrnum sínum Eras Tour.

„Þetta er Errors-túrinn minn, hvað með það?“ (e. This is my Errors Tour, how about that?)   sagði hann við tónleikagesti í Manchester á Englandi. „Það er vegna þess að við spilum í beinni.“

Ummælin lét Grohl falla degi eftir að hljómsveitarfélagi hans Pat Smear fór á tónleika Swift Wembley leikvanginum í London.

@strettyend ‘That’s because we actually play live! Whaaaat?!? Dave Grohl insinuates Taylor Swift does not play live! #davegrohl #foofighters #foofighterstour #erastour #taylorswift #London ♬ original sound – strettyend

Swifties, eins og aðdáendur Swift kalla sig, voru ekki hressir með ummæli Grohl. 

„Virðing mín fyrir Dave Grohl hefur bara hrunið!“ skrifaði einn þeirra á Twitter, svo dæmi sé tekið.

Svo virtist sem Swift svaraði Grohl degi síðar þar sem hún lagði áherslu á að áhorfendur hrósuðu hljómsveitinni hennar.

„Hver ​​og einn af hljómsveitarmeðlimum mínum, hver og einn úr hópnum okkar, hljómsveitin mín sem ætlar að spila fyrir þig „læf“ í þrjá og hálfan tíma í kvöld, þeir eiga þetta svo mikið skilið,“ sagði hún. „Og það eiga allir meðsöngvarar mínir líka. Og þú gafst okkur svo rausnarlega mikið hrós, við munum aldrei gleyma því.“

Svo virðist sem orð Grohl eigi ekki við rök að styðjast því Swift hefur margoft sýnt að hún syngur „læf“ með því að kafna næstum á flugum, ruglast á söngtextum og fleira.

Í desember 2023 sagði hún að hluti af undirbúningnum fyrir tónleikatúrinn hefði falist í hlaupum á hlaupabretti meðan hún söng allan lagalista tónleikanna.

„Hratt fyrir hröð lög og skokk eða hröð göngu fyrir hæg lög,“ sagði hún við tímaritið Time.

Að auki æfði Swift í Dogpound líkamsræktarstöðinni og tók þriggja mánaða danskennslu.

„Ég vildi fá dansinn í vöðvaminnið. Ég vildi vera svo ofæfð að ég gæti verið kjánaleg við aðdáendurna og ekki misst hugsunina,“ sagði hún áður en hún viðurkenndi að það „að læra dans sé ekki hennar sterkasta hlið.“

Spurning er hvort Grohl hafi móðgað Swift nægilega til að fjallað verði um hann undir rós í lagi hennar í framtíðinni, eða hvort þetta sé setning sem fljótlega gleymist. Swifties geta þó verið langrækir fyrir sína konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingunn áhyggjufull að konur séu komnar aftur inn á heimilið – „Þessar konur eru margar háskólamenntaðar“

Ingunn áhyggjufull að konur séu komnar aftur inn á heimilið – „Þessar konur eru margar háskólamenntaðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konur ættu að stunda kynlíf svona oft til að forðast ótímabæran dauða

Konur ættu að stunda kynlíf svona oft til að forðast ótímabæran dauða