fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Fókus

Falssvín, óður til Sprite og veltur á steypukúlum – Árleg furðuleg listahátíð fyrir hina ríku og frægu

Fókus
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg sumarlistahátíð, The Watermill Center’s annual summer benefit, sem haldin er í Hamptons í Bandaríkjunum, sumardvalarstað hinna ríku og frægu, bauð meðal annars í ár upp á falssvín, flytjendur sem veltu sér á steypukúlum og óð til gosdrykkjarins Sprite.

 

Gestir eins og Solange Knowles, arkitektinn Peter Marino, fatahönnuðurinn Maxwell Osborne, listakonan Liz Magic Laser, Helen King frá Van Cleef & Arpels, Jean Shafiroff, tískuritstjórinn Stefano Tonchi og hæfileikastjórinn Kendall Werts tóku þátt í gjörningalist sem innihélt mann sem hljóp á  hlaupabretti fyrir framan ísblokk meðan á kokteilatími stóð yfir í tvær klukkustundir.

Þemað í ár var „A Laboratory: 100 Years of Experimentation,“ vísun til Hamptons listamiðstöðvarinnar sem er til húsa þar sem einu sinni var fjarskiptarannsóknarstofa.

Gestir gengu í gegnum 20 staðbundnar sýningar og uppsetningar á 10 hektara skógivaxinni landareigninni.

Gestir þurftu að kíkja inn í kassann til að sjá verk Tez

Einn flytjandi stóð uppi á palli og hélt á gervisvíni, en annar listamaður, Robson Catalunha, var með eyru og trýni á meðan hann veipaði og drakk martini. Nokkrir listamenn bjuggu til göng fyrir gesti til að ganga í gegnum meðan listamennirnir sungu mismunandi nótur í verki sem Dai Asano hannaði. Tveir gjörningalistamenn skriðu yfir hvorn annan á hvössum skeljum en aðrir skriðu yfir steinsteypukúlur. Einn listamaður vafði sig í klút svo liti út sem hann væri í baðkari, en annar listamaður, TEZ, sat í kassa með eftirmynd af eigin höfði og drakk Sprite.

Viðburðurinn heiðraði danshöfundinn Lucinda Childs, en verk hennar voru kynnt á kvöldin.

Lucinda Childs

Einnig var boðið upp á framkomu rapparans og gjörningalistamannsins Mykki Blanco.

Mykki Blanco
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Ég verð seint kölluð the one take wonder frá Vestmannaeyjum“

Vikan á Instagram – „Ég verð seint kölluð the one take wonder frá Vestmannaeyjum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar á að baki skuggalegan feril sem handrukkari – „Ég var samt bara lítill og hræddur strákur innst inni“

Ívar á að baki skuggalegan feril sem handrukkari – „Ég var samt bara lítill og hræddur strákur innst inni“