fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Fókus

Kærastan biður um sífellt villtari hluti í rúminu og honum líst ekkert á blikuna

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 13:49

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærastan mín er allt í einu orðin svo villt í rúminu. Hún hefur verið að stinga upp á að við prófum hitt og þetta og mér líst ekkert á þessa þróun.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafans Sally Land sem sér um vinsæla dálkinn Dear Deidre á The Sun.

„Hún er sífellt að biðja mig um að prófa BDSM. Mig langar ekki að gera neitt af þessu en ég veit ekki hvernig ég á að segja nei án þess að hún haldi að ég sé leiðinlegur í rúminu.“

Maðurinn er 31 árs og kærasta hans er 42 ára.

„Hún er eldri en ég og mun reyndari í rúminu. Við höfum verið saman í ár og ég er kolfallinn fyrir henni. Hún er glæsileg, gáfuð og heldur mér á tánum.

Hún hefur alltaf verið ævintýragjörn þegar kemur að kynlífi. Hún elskar hlutverkaleiki og að klæða sig í alls konar búninga. Hún segir að venjulegt kynlíf sé of „vanilla“ og leiðinlegt.

Undanfarið hefur hún viljað prófa öfgakenndari hluti. Hún segir að hún finni ekki fyrir kynferðislegri örvun nema það sé einhver áhætta innifalin.

Ég hef venjulega verið fús til að taka þátt í því sem hún stingur upp á. Ég hef aldrei sagt nei þegar hún biður um kynlíf á almannafæri og mér finnst gaman að binda fyrir augu hennar. En nú er ég farinn að hafa áhyggjur því hún hefur verið að tala um kyrkingar.

Það er allt annar pakki í mínum huga og hræðir mig. Ég vil ekki kyrkja hana og ég vil ekki vera kyrktur. Af hverju ætti ég að vilja meiða konuna sem ég elska? Og ég veit að það gæti eitthvað farið úrskeiðis og ég er ekki tilbúinn að taka þá áhættu. Ég yrði miður mín ef ég myndi óvart skaða hana.“

Þrátt fyrir að vita hvað hann vill er maðurinn feiminn að segja nei við kærustuna.

„Ég er hræddur um að hún fái leið á mér ef ég segi nei. Eða að hún muni leita að einhverjum öðrum til að fullnægja þessum þörfum, jafnvel einhverjum sem þykir ekki jafn vænt um hana og þar með verði hún í meiri hættu að eitthvað gerist.

Ætti ég að segja já og vona að við prófum þetta bara einu sinni og svo muni hún ekki vilja gera þetta aftur?“

Ráðgjafinn svarar:

„Enginn ætti að gera eitthvað sem lætur þeim líða illa bara til að gleðja makann sinn.

Þú átt rétt á því að segja nei og ef hún elskar þig þá ætti það að vera ekkert mál. Ef hún verður sár þá er henni meira annt um eigin kynlífsfantasíur en þínar tilfinningar.

Áhyggjur þínar varðandi kyrkingar eru réttmætar. Margir halda að þetta sé eðlilegur hluti af kynlífi en þessu fylgir mikil hætta.

Vertu skýr, segðu henni að þú sért tilbúinn að prófa nýja hluti en kyrkingar séu ekki partur af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að ein skærasta stjarna Hollywood hvarf úr sviðsljósinu

Ástæðan fyrir því að ein skærasta stjarna Hollywood hvarf úr sviðsljósinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt og í bobba því hún veit ekki hvort barnsfaðirinn er kærastinn eða frændi hans

Ólétt og í bobba því hún veit ekki hvort barnsfaðirinn er kærastinn eða frændi hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“

Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lara gerði mannhæðarháa köku af Deadpool & Wolverine

Lara gerði mannhæðarháa köku af Deadpool & Wolverine